Framtíðarsýn forseta Íslands

Það er mikilvægt að forseti Íslands lesi í þjóðarsálina og sé um leið framsýnn. Þjóðinn sem kaus í vinsældakosningum á Rás 2 í gær taldi umhverfismálin og börnin skipta mestu máli. Um þetta talaði forsetinn í nýársávarpi sínu. Þar varpar hann fram þeirri hugmynd að "Ísland verði miðstöð alþjóðlegs samstarfs og samræðna um hreinan orkubúskap jarðarbúa" og lofar því að beita sér í því máli.

Þessi framtíðarsýn þykir mér skynsamleg og tímabær. Að þessu hefur forsetinn unnið nú um nokkurt skeið, eins og hann rekur í nýársávarpi sínu. Sú vinna byggir aftur á traustum grunni jarðhitavinnu okkar Íslendinga og því sem við höfum reynt að færa fram í vetnismálum. Ég hef fulla trú á því að forsetinn mun geta nýtt krafta og tengsl við áhrifafólk til góðra hluta á þessum vettvangi. Skömmu fyrir jól átti ég þess kost að fylgjast með hringborðumræðum um loftlagsbreytingar við Columbia-háskólann í New York. Þar var forsetinn fremstur meðal jafninga, vísindamanna, fulltrúa fyrirtækja og alþjóðlegs samráð um loftlagsbreytingar. Íslendingar voru hlutfallslega all fjömennir á þessum fundi og þar kom glöggt fram að við höfum ýmislegt fram að færa, enda eigum við mikið í húfi að fá stærri þjóðirnar til samráð og samstarfs og til að standa sig betur í að draga úr skaðlegri mengum andrúmsloftsins.

Forsetinn víkur réttilega að mikilvægi Kína í þessum efnum. Því er spáð að verði ekki veruleg breyting á stefnu og orkunotkun þar, muni Kínverjar losa mest allra út í andrúmsloftið innan tiltölulega fárra ára. Verkefni eins og það sem unnið er að í Xian Yang er þannig ekki bara útrás og viðskipti, heldur líka framlag okkar til að draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið. Til lengri tíma litið kann það að skipta okkur meira máli en efnahagslegur ávinningur.

Framtíðarsýn forseta Íslands myndar hér gott mótvægi við þá (ósögðu) framtíðarsýn sem virðist vera hjá núverandi stjórnvöldum að gera Ísland að miðstöð álframleiðslu í heiminum. Vonandi verður sú umhverfisvakning sem við urðum vitni að á Íslandi á síðasta ári meðal almennings, sem forsetinn legst nú einarðlega á sveif með, til þess að stjórnvöld á landsvísu og heima í héraði, hugsi sig þrisvar um áður en landið verður álvætt frekar.


mbl.is Forseti Íslands segir mikilvægt að stytta langan vinnudag og bæta aðstöðu foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband