Allir vildu evru lofað hafa
Föstudagur, 5. janúar 2007
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, er ekki búin að gefast upp á þeirri hugmynd sinni að taka upp evruna áður en við göngum í Evrópusambandið. Valgerður hefur hreyft þessari hugmynd áður og ýmsir orðið til að gera efast um að hægt sé að gera slíkt.
Það er hins vegar ljóst að tímans þungi niður er í þá átt að allir vilja nú fá evruna: Útrásarfyrirtækin og Kauphöllin, lántakendur (og þar með líklega meirihluti þjóðarinnar) og erlendir lánveitendur. "Viðskiptalífið lifir sínu lífi", sagði Valgerður í útvarpinu í morgun og vill láta kanna til fulls hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málinu miklu fyrr en hægt er að ganga í ESB að hennar mati.
Slíkt hefði einnig þau skemmtilegu hliðaráhrif að Seðlabankinn yrði næsta óþarfur og þannig gæti Framsóknarflokkurinn komið í veg fyrir áframhaldandi virka pólitíska þátttökku Davíðs Oddssonar - sem virðist bara ekki geta hætt í pólitík.
Ég sjálfur hef verið afar hrifinn af evrunni frá því daginn sem hún gekk í gildi. Bjó þá í Brussel borg og það var merkilegur dagur þegar skipt um mynt bara sí svona. En það gekk alveg snuðrulaust fyrir sig. Reyndar hækkaði verðlag á ýmsu smáræði þegar menn rúnnuðu af tölur (og þá alltaf uppávið) og slíkt myndi líka gerast á Íslandi. En bara tilhugsunin um að borga 4.15% í vexti af húsbréfunum - að meðtalinni verðbólgunni - er nóg til að ég sé til í slaginn.
Það skildi þó aldrei verða að árið yrði virkilega skemmtileg í pólitíkinn og að jólavísareikningurinn að ári yrði í evrum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2007 kl. 01:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.