Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Mikil vonbrigði

Það eru mikil vonbrigði ef niðurstaða málsins verður sú að þetta mál verður tekið af dagskrá - en undirstirkar um leið sterkustu rökin fyrir því að koma á stjórnlagaþingi sem setur nýjar leikreglur fyrir íslenskt lýðræði. Alþingi getur ekki tekið ákvarðanir um grundvallarbreytingar miðað við núverandi fyrirkomulag.

Skömm sjálfstæðismanna í þessu máli er mikil. Þeir hafa nú hröklast frá völdum eftir að hafa stjórnað öllu í 18 og skilja eftir sig sviðna jörð, en finnst samt sæma að beita öllum lákúrum í bókinni til að stöðva lögfestingu á þjóðareign náttúruauðlinda og koma í veg fyrir aukna möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Það eru aum örlög flokks sem kennir sig við sjálfstæði að vera ekki við neitt hræddari en þjóð sína.

Ég hafði vonast til að Jóhanna og Steingrímur myndu neyða þá til að tala sig hása um málið fram á kosningadag, til að tryggja að fylgi þeirra verði örugglega nógu lítið á næsta kjörtímabili til að unnt verði að koma á Stjórnlagaþingi þrátt fyrir þeirra andstöðu. En kannski er það rétt sem kom fram í þinginu í gær að gríman er fallin. Ég þekki m.a.s. nokkra góða og flokksbundna Sjálfstæðismenn sem hafa ákveðið að sitja heima á kjördag af skömm yfir framgangi FLokksins á síðustu vikum.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.