Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Athyglisverð samlíking - rándýrið í íslenskum stjórnmálum?
Mánudagur, 8. nóvember 2010
Mér þykir þetta afar athyglisverð samlíking hjá borgarstjóranum okkar. Ef ég heyrði rétt þá sagði hann á undan því sem vitnað er til í fréttinni: "ég er predator í íslenskum stjórnmálum" og bætti því við svona til skýringa að hann væri "geimvera sem enginn veit almennilega hvernig hann á að takast á við".
Þetta er vísun í myndina Predator frá 1987 sem fjallar um baráttu heljarmennisins og síðar ríkisstjórans Arnold Schwarzeneggers við tæknilega háþróaðan hermann frá annarri plánetu sem beytti miklum bellibrögðum í hrottafenginni baráttu við hetjuna Arnold.
Við skulum vona að borgarstjórninn taki þessa samlíkingu ekki of alvarlega og láti felubrögð og fimleika duga en láti ekki andstæðinga sína hverfa hvern á fætur öðrum eins og rándýrið í myndinni.
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2010 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Glæsilegur þjóðfundur gefur góðan tón fyrir stjórnlagaþing
Sunnudagur, 7. nóvember 2010
Glæsilegur þjóðfundur gaf jákvæðan og góðan tón fyrir vinnu fyrir störf stjórnlagaþings. Nokkur grunngildi eru skýr og þau á stjórnlagaþing skilyrðislaust að hafa að leiðarljósi - en það er síðan verkefni þingsins að fjalla um hvernig er best að tryggja að þau séu skýr í stjórnaskrá og verði í heiðri höfð í allri stjórnskipun landsins. Það er flókið verkefni en þjóðfundurinn setur ramma sem auðveldar það.
Eitt meginatriði er vert að benda strax á sem er að niðurstöðurnar gefa ótvírætt til kynna að skynsamlegast sé að semja nýja sjórnarskrá frá grunni í stað þess að reyna að breyta og beturumbæta þá gömlu. Núgildandi stjórnarskrá er ekki skipulögð eða skrifuð þannig að hægt sé að kynna hana og kenna í öllum grunnskólum og gera þannig að grunnlögum sem öll þjóðin þekkir og virðir - en það á að vera markmiðið með nýrri stjórnarskrá.
Stjórnarskrá fyrir fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eignarhald á náttúruauðlindum á skilyrðislaust að skilgreina í nýrri stjórnarskrá Íslands
Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Núgildandi stjórnarskrá segir ekkert um umhverfismál, sem styður þá skoðun að æskilegt sé að skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni fremur en bæta við og breyta þeirri gömlu. Eignarhald íslensku þjóðarinnar á náttúruauðlindum á að vera ótvírætt í stjórnarskrá og um leið þarf að reisa þröngar skorður við því með hvaða hætti nýtingaréttur er framseldur til að ganga ekki á réttindi og svigrúm komandi kynslóða.
Þar sem ég tel að við eigum að hafa réttlæti að leiðarljósi við samningu nýrrar stjórnarskrá, ætti nýtingarréttur aldrei að geta myndað framseljanlegan eignarétt. Það getur aldrei talist sanngjarnt að nokkrir einstaklingar eigi tiltekna auðlind þótt eðlilegt sé að semja við fáa aðila um skynsamlega nýtingu. Sanngjarnt auðlindagjald verði meginregla sem sett verði stjórnarskrá en það verði síðan úrlausnarefni á hverjum tíma að ákveða með aðstoð sjálfstæðra dómstóla hvað sanngjarnt gjald er. Ennfremur þarf þarf að setja skýrar skorður við því hvernig þjóðin nýtir sínar auðlindir og tryggja náttúrunni sjálfri ákveðin grundvallarréttindi í stjórnarskránni þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Vilja að eignarhald á náttúruauðlindum verði skilgreint í stjórnarskrám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |