Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Embætti er ekki einstaklingur

Það hryggði mig mjög að heyra svör þeirra og þá sérstaklega Ingibjargar Sólrúnar; það er eins og hún skilji ekki grundvallaratriði málsins. Þetta snýst ekki um persónu Björgvins G. eða það hvort hann sem einstaklingur er búinn að stands sig í starfi, né heldur um Árna M. Ef þeir tveir vissu ekki um Icesave reikningana þar sem lágu meiri peningar en ríkissjóður veltir og vissu ekki um þær ábyrgðir sem á Íslendingum hvíldu þá brugðust embættin - og þeir sem handhafar embættanna eiga að víkja fyrir hönd embættanna. Þeim hefði átt að vera gert aðvart um þetta af embættismönnum - sem þeir bera ábyrgð á; sú staðreynd að embættismennirnir brugðust fríar þá ekki ábyrgð, heldur þvert á móti. það eru fjölmörg dæmi um það í vestrænum ríkjum að ráðherrar segi af sér vegna klúðurs embættismanna - vegna þess að menn viðurkenna þessa ábyrgð sína.

Það getur verið beinlínis stórhættulegt ef menn skilja ekki þennan greinarmun sem er á embætti og þeirri persónu sem gegnir embættinu hveru sinni. Þannig er ráðherra sem slíkur ábyrgur, hægt er að fara í mál við ráðherra og ráðherra getur orðið skaðabótaskyldur, en það dettur engum í hug að sá einstaklingur sem í embættinu væri bæri persónulega ábyrgð og þyrfi t.a.m. að greiða skaðabætur úr eigin vasa. Nei ráðherra er í þessum skilningi eins og sjálfstæða persóna önnur og óháð persóna þeirri sem starfinu gegnir. En sá sem starfinu gegnir ber pólitíska ábyrgð - og nú er tími til kominn að menn axli þá ábyrgð og vil trúa því ennþá Ingibjörg Sólrún geti haft forgöngu þar um. Á því veltur hennar pólitíska framtíð.


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... eru það ekki jólasveinar sem koma af fjöllum?

Þessi fyrirsögn lýsir eflaust ástandinu afar vel og kannski til marks um að mbl.is ætli að fara að stunda alvöru blaðamennsku með ákveðnum spurningum og jafnvel sjálfstæðum fréttaskýringum. Það er vel.

Þetta vekur um leið spurningar um ráðherrana sem í hlut eiga. Það eru yfirleitt jólasveinar sem koma af fjöllum - ekki ráðherrar nema þeir séu ekki starfi sínu vaxnir. Fjármálaráðherra sem veit ekkert um hvað er að gerast í þeim hluta hagkerfisins sem er orðinn margfalt umfang ríkisins - tja er hann ekki hálfgerður jólasveinn sem ætti ef til vill bara að fara til fjalla aftur, fram að næstu jólum.


mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála; við þurfum utanaðkomandi aðstoð

Ég er sammála Tryggva um flest það sem kemur fram í góðu viðtali við hann í sunnudagsmogganum. Það er kjörumhverfi núna fyrir bæði mistök og spillingu sem geta gert ill verra og við þurfum aðstoð. Það er engin minkun að því að leita sér aðstoðar þegar maður er veikur og búinn að tapa. Það eru þrjú meginatriði í málinu eins og ég sé það:

Í fyrsta lagi þurfum við utanaðkomandi aðstoð við að komast að því sem gerðist. Það er ekki til sá Íslendingur sem hefur nægilega þekkingu og skilning á þessum hulduheimum fjármálakerfisins að hann sé ekki með beinum eða óbeinum hætti tengdur því sem þar var að gerast. Því verðum við að leita til erlendan aðila til að leiða hér sannleiksnefnd og þeir verða að hafa erlenda sérfræðinga sem hafa ekkert haft með Ísland að gera. Jafnframt þurfum við að fá erlenda bankamenn inn í íslensku bankana og alveg sérstaklega verðum við að ráða útlendinga sem bankastjóra nýju ríkisbankanna. Á því veltur trúverðugleiki þeirra; það dugar ekki að dubba upp millistjórnendur úr gömlu bönkunum, sem voru hluti af þeim leik sem leikinn var. Við erum sammála um að það þurfi að breyta leiknum og þá fáum við ekki gamla leikmenn til að stýra því. Og fyrir mitt leyti geri ég kröfu um það að nýju bankastjórarnir séu sæmilega minnisgóðir og vil ekki að fyrir mína hönd sitji sem fólk sem getur gleymt 180 milljón króna eigin fjárfestingu.

Í öðru lagi er þurfum við ástandið ekki eins slæmt og margir vilja vera láta og Tryggvi fer ágætlega yfir allt það í viðtalinu. Það er frálett að líkja þessu við móðurharðindin: Fólk mun ekki deyja umvörpum í vetur úr sulti og veikindum eða kulda og vosbúð. Margir hafa tapað fé - líklega flest okkar a.m.k. í gegnum eign okkar í lífeyrissjóðum - og öll munum við þurfa að borga meira í afborganir af lánum og fyrir okkar neysluþörfum. Þeir sem hafa misst vinnuna munu fara verst út úr þessu og forgangurinn á að vera í að hjálpa þeim. En ég er sammála Tryggva um að vinnumarkaðurinn er mjög sveigjanlegur og atvinnuleysi verður ekki eins skelfilegt og t.d. var í Finnlandi. Erlent vinnuafl fer til sín heima, sumir setjast á skólabekk og þar ætla háskólarnir m.a. að hjálpa til. Og sumir munu fara að vinna önnur störf en hugur þeirra stendur til. En þótt að nýútskrifaður arkitekt fari að vinna á leikskóla eins og kom fram í sjónvarpsfréttum í gær, þá eru það engin móðurharðindi. Raunar er það fullsæmandi starf fyrir hvern sem er að vinna með börnum. Fyrir okkur hin, sem höldum vinnunni, er bara að takast á við þetta eins og fólk á öllum tímum og í öllum löndum hefur þurft að gera - menn minnka eyðsllu og neyslu. Fáar þjóðir hafa trúlega haft úr eins miklu að moða og við í upphafi kreppu og Íslendingar nú. Mér þykir líklegt að þó ekki yrði fluttur einn einast nýr bíll, nýtt raftæki eða fatapjatla í marga mánuði - býður enginn af því varanlega skaða.

Í þriðja lagi er það langtímahagsmunirnir. Ísland á að sækja um aðild að ESB - núna. Þær hremmingar sem hafa gengið yfir sýna vel hversu erfitt það er að reynast okkur að halda uppi öllu því sem fylgir því að vera þjóð. Það eru allir sammála um að stoðkerfið brást - Seðlabankinn, fjármálaeftirlitið o.s.frv. - en það hefði ekki getað brugðist með þessu hætti ef við hefðum verið hluti af ESB. Þannig er aðild að sambandinu ákveðin vörn eða trygging gegn eigin veikleikum og vangetu. Það kann að vera sárt fyrir fólk að viðurkenna það, en 300.000 manns stendur ekki undir öllu því sem krafist er af þjóðríkjum í dag; Yfirstjórn og stjórnsýslu, fjármálaumhverfi og eftirlitskerfi, utanríkisþjónustu og virkri alþjóðlegri þátttöku, svo ekki sé minnst á samfélagslega innviði eins og mennta- og heilbrigðiskerfi eða ytri innviði eins og vegi brýr og hafnir í landi sem er jafnt stórt og England. Við verðum annað hvort að endurskoða alveg hugmyndir okkar um hversu stórast Ísland getur í raun verið og sníða okkur stakk eftir þeim vexti eða taka þátt í samstarfi fullvalda ríkja innan ESB - þar sem okkar hefur farnast vel fram til þess. Þar held ég að hagsmunum okkar væri best borgið. Ég sé ekki betur en Tryggvi sé sammála þessu sjónarhorni.


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innblástur frá Halldóri Laxness

Fékk þetta sent í tölvupósti áðan og finnst að þessi sögulega upprifjum eigi erindi við nýjar bankastjórnir ríkisbankanna:

Halldór Laxness lýsir svo íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"   (Kristnihald undir Jökli, bls. 301)


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama endurnýjar orðspor Bandaríkjanna

Með kjöri á Obama hefur Bandaríkjunum sem ríki tekist að endurnýja trú heimsins á hlutverki Bandaríkjanna. Þetta forsetakjör kemur á ótrúlega réttum tíma - fyrir Obama og hinn vestræna heim. Á síðustu vikum hefur hið harðsoðna kapítalíska kerfi sem Regan og Thatcher innleiddu á áttuda áratugnum beðið endalegt skipbrot. Meira að segja páfi markaðshyggjunnar - sem sat lengur en flestir mammonspáfar í Seðlabanka Bandaríkjanna - játaði nýverið við yfirheyrslur hjá þingnefnd þar vestra að hann hefði haft rangt fyrir sér að hluta og hin ósýnilega hönd markaðarins virkaði ekki alltaf. Þetta voru ámóta tíðini og ef páfinn hefði sagt að Guð almáttugur væri bara stundum á vaktinni en þær aðstæður væru til að menn yrðu að passa upp á hvern annan.

Obama er kjörinn þegar veröldin öll - ekki bara Bandaríkjamenn - kallar á endurskoðun á gildum, stefnum og aðgerðum. Hann er svo gerólíkur því sem við eigum að venjast frá Ameríku og það mun verða mörgum utan Ameríku hvatning og auka tiltrú á framtíðinni.  Þannig styrkir hann enn á ný stöðu Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi. Það er skoðun margra að Bandaríkjamenn hafi komu veröldinni í þann efnahagsvanda sem við fólki blasir. Það er því merkilegt - eiginlega ótrúlegt - að margir munu horfa til Bandaríkjanna undir forystu Obama til lausnar á þessum vanda. Ekki bara þjóðarleiðtogar sem hafa veirð að senda honum heillaóskaskeyti, heldur allur almenningur utan Bandaríkjanna sem hefur hrifist af framgöngu hans.  

Ég hef á liðnum árum verið á þeirri skoðun að tími Bandaríkjanna sé lðinn og vitað í þeirra Megas mér til stuðning - en Lou Reed segir í einu lagium landa sína (eftir minni): „Stick a fork in the ass and turn the over, they‘r done." Kannski ekki - kannski geta  Bandaríkin enn um sinn verið í forystuhlutverki í heiminum.

En verkefnið er með ólíkindum erfitt; þeirr Bush feðgar skilja eftir sig sviðna jörð víða um veröld og Bush yngri hefur tekist að safna skuldum sem sérhver íslenskur útrásarvíkingur eða seðalbankastjóri væri fullsæmdur af. Þess vegna eru menn í Washington í óða önn núna að reyna að hafa stjórn á væntingunum - expectation management - því sú hætta er fyrir hendi að menn séu með óraunhæfar vætingar til Obama - það er nefnilega víðar en á Íslandi sem menn leita að ódýrum skyndilausnum. 


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tapa með reisn

Var að hlusta á John McCain flytja sína ræðu þar sem hann játar sig sigraðan í þessum kosningum. Hann flutti þá ræðu með mikilli reisn - og þótt ég sé eindreginn stuðningsmaður Obama þá má McCain eiga það að vera ærlegur í mínum bókum og hann viðurkenndi það einfaldlega að hans sjónarmið hefðu orðið undir. Fyrrverandi hermenn eiga þetta tungutak - service eða þjónstu - og í hans tilfelli er hann trúverðugur. Svona eiga menn að tala þegar þeir tapa - eins og hann gerði með reisn í kvöld.


Breytingar: Tímans þungi niður

Nú er orðið ljóst að það hafa orðið kaflaskil í bandarískum stjórnmálum og þá um leið stjórnmálum allra vestrænna ríkja. Enn á ný hefur Bandaríkjamönnum tekist að endurskapa hlutverk sitt og eiga möguleika á að verða leiðandi afl út úr þeirri alheimskreppu sem skollin er á. Obama boðaði breytingar og kjósendur svöruðu kalli hans. Það verður ekki auðvelt verkefni að standa undir þeim vonum sem því fylgja, en við skulum óska honum góðs gengis í því verkefni sem framundan er. Veröldin öll getur andað aðeins léttar í nótt - en um leið skilja ráðamenn um allan heim að nú er kallað eftir breytingum.
mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur demókrata

Það stefnir allt í að á þessari stundu munu demókratar vinni stórsigur; ekki bara er nú ljóst að Obama mun verða forseti; Ohio er fallið demókötum í skaut svo þetta er búið fyri McCain. Við getum farið að varpa öndinni léttar og vonast eftir betri tíð.

Demókratar eru þegar komnir með meirihluta í öldungadeildinni og lítur vel út með fulltrúadeildina þótt enn sé lítt liðið á kosninganóttina. Ef heldur fram sem horfir, þá verður þetta einstætt tækifæri til þeirra breytinga sem Obama hefur boðað. Og það er vísast skýringin á þessum mikla sigri demókrata - meirihluta bandaríkjamanna skynjaði að nú var þörf á breytingum.


mbl.is Obama með 200 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veröldin varpar öndinni léttar

Sjaldan hefur fólk utan Bandaríkjanna fylgst með af sama áhuganum og með þessum kosningum - og aldrei er ég næsta viss hefur heimurinn jafn sammála um að breytinga er þörf í Bandaríkjunum. Svo ég ætla að vera örlítið óvarkár og á undan bandarísku sjónvarpsstöðvunum - og segja til hamingu Obama og um leið vörpum við öll öndinni léttar. Þetta verður sannfærandi sigur þegar búið verður að telja öll atkvæðin.


mbl.is Obama kominn með forustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri ríkisins, ekki meir, ekki meir!

Seðlabankastjóri ríkisins
tók handfylli af vöxtum
og horfði hvössum augum
á fjölmiðla og þjóð.

300.000 x 18% x 6 milljarðar dollara,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.

Ef fallið er þráðbeint
fellur þjóðin í stafi.
Mín hugmynd er sú,
að sérhver maður verði fátækari en fyrr.

Seðlabankastjóri ríkisins
tók handfylli sína af vöxtum
og Jón sálugi Sigurðsson
kom til hans og sagði:

Seðlabankastjóri ríkisins
ekki meir, ekki meir!


mbl.is Efast ekki um sjálfstæði bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband