Háskóli Íslands stefnir hátt
Laugardagur, 13. janúar 2007
Talsverđ umfjöllun hefur orđiđ um samning menntamálaráđuneytisins og Háskóla Íslands í fjölmiđum og á vefsíđum landsins. Fjallađ var um menntamálin almennt í pólitíkin á Stöđ 2, föstudagskvöldiđ 12. janúar og sérstaklega um samning Háskóla Íslands og menntamálaráđuneytisins. Jafnframt var fjallađ um möguleika skólans á ađ komast í fremstu röđ í fréttum Stöđvar 2. Í báđum ţáttum var vitnađ í blogghöfund og ţví rétt ađ vekja athygli á ţessum ţáttum og ekki síđur ítarlegra viđtali sem birtist á visir.is undir fyrirsögninni Háskólinn stefnir hátt.
Vitnađ hefur veriđ í viđbrögđ starfsmanna bćđi Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík sem hafa lýst vonbriđgum međ ţennan samning. Ţau viđbrögđ eru um margt skiljanleg, en ţó er vert ađ halda til haga ađ fjárhagsvandi Háskólans á Akureyri stafar af ţví ađ hann fór um skeiđ fram úr fjárheimildum. Ég get veriđ sammála ţví ađ fjárveitingar til kennslu voru of litlar - bćđi til Háskólans á Akureyri og til Háskóla Íslands - en sá síđarnefndi fór samt ekki framúr. Međ Háskólann í Reykjavík hefur ítrekađ veriđ á ţađ bent ađ hann fái í senn sömu fjárveitingu per nemenda og ríkisháskólarnir en innheimti um leiđ skólagjöld.
Ţessu til viđbótar má svo benda á ađ Háskóli Íslands hefur dregiđ vagninn í íslensku háskólastarfi og ţeir samningar sem viđ hann eru gerđir um kennslu og rannsóknir hafa veriđ viđmiđ hinna háskólanna. Ţví er ekki ólíklegt ađ ţessi samningur muni til lengri tíma skila sé í auknum fjárveitingum til hinna háskólanna einnig. Á síđustu árum hefur fjármagn til samkeppnissjóđa veriđ aukiđ og mun sú aukning vonandi halda áfram á nćstu árum. Viđ sem erum bjartsýn á framtíđina getum ţví litiđ svo á ađ framundan sé áframhaldandi uppbygging og vöxtur í ćrđi menntun, rannsóknum og nýsköpun - sem ég trúi ađ muni skipta mestu um framtíđ okkar á ţessari ţekkingaröld.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.