Til hamingju Ágúst !

Það er full ástæða til að óska nafna mínum til hamingju með nýtt starf og óska honum velfarnaðar í starfi sínu sem rektor á Bifröst. Þá rætist sá draumur hans að fá að stýra sérstökum viðskiptaskóla - en hann var eindreginn talsmaður þess að skipta Háskóla Íslands upp í nokkra skóla. Er reyndar líklegt að sú verið raunin innan nokkurra ára. Er ekki að efa að hann mun taka duglega til hendinni og skólinn dafna áfram undir hans forystu.

Hjá Háskóla Íslands geta menn verið stoltir yfir því trausti sem aðrir skólar sýna skólanum að sækja til hans rektorar sína. Þess er skemmst að minnast að Svafa Grönfeldt er að taka við sem rektor Háskólans í Reykjavík, en hún var einnig búin að vera starfsmaður Háskóla Íslands, ásamt fleiri störfum, til margra ára.  Hún sagði hins vegar upp starfi sínu um leið og það lá fyrir, enda kannski ekki góð latína að vera rektor í einum skóla og í leyfi frá þeim næsta.

Ég er annars að hugsa um hvort ég eigi ekki að halda úti bloggi sem byrja öll á "Til hamingju ..." þetta er nefnilega þriðja skiptið sem ég nota þennan tiltil. Það eru næg tilefni til að óska mönnum og málefnum til hamingju. Þannig hefði í dag verið hægt að óska Ríkisendurskoðun til hamingju með að ganga hratt og vel til verka í að kíkja á Byrgisbókhaldið, sérstökum ríkissaksóknara fyrir litskrúðugt og skemmtilegt málfar í sóknarræðu sinni fyrir Hæstarétti í dag, krónunni fyrir að hafa styrkt sig í sessi og kvikmyndinni Börn sem var að fá útnefningu í dag fyrir að vera í hópi bestu mynda ársins 2006 að mati evrópskra kvimyndaspekinga. Bara nokkuð góður vetrardagur á Íslandi.


mbl.is Ágúst Einarsson settur í embætti rektors á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.