Til hamingju Margrét !

... með þá ákvörðun að fara í varaformann Frjálslyndra. Það er býsna líklegt að hún muni hljóta kosningu sem varaformaður, en um leið stillir hún sér upp sem næsti formaður flokksins. Hún hefði getað tekið formannsslaginn og kannski unnið en kannski líka tapað. Það hefði líklega skaðað flokkinn - að minnsta kosti líklegt að flokksmenn líti svo á. Því munu þeir launa henni með því að kjósa hana varaformann. Ég held það hafi líka runnið upp fyrir mörgum (tja eða fáum) flokksmönnum að hún er miklu trúverðugri málsvari flokksins en sumir af þeim pappírum sem flokkurinn hefur verið að tefla fram. Þannig að þetta eru ekki endilega góðar fréttir fyrir pólitíska andstæðinga Frjálslynda flokksins - Margrét er þess háttar kona að flestum er vel við hana, hvar í flokki sem þeir standa og hefur eflaust kjörfylgi umfram það sem flokkurinn hefur sem heild. Þannig verður flokkurinn á efa álitlegri kostur fyrir kjósendur með hana í forystu í Reykjavík og sem væntanlegan arftaka flokksins en aðra valkosti sem birst hafa inn flokksins. Kannski er þó best að bíða með hamingjuóskir framyfir flokksfund ... maður veit aldrei hverju flokkar taka uppá.
mbl.is Margrét Sverrisdóttir sækist eftir sæti varaformanns Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, til hamingju sjálfur það er alltaf gott þegar að menn vilja hamingju,

ég veit líka um eina ágæta byrjun sem hefur virkað: Einu sinni var...


Einn gríðarlega hamingjusamur (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband