Til hamingju hugvitsmenn !

Ég var búinn að koma þeirri skoðun minni á framfæri í palladómi að Áramótaskaupið var gott. En að þar á bæ hefðu menn séð fyrir alvöru starfsstétt sem kannski á eftir að festa sig í sessi í Evrópu, ja á því hafði ég ekki áttað mig. Svo hamingjuóskir dagsins fara eiginlega til þeirra sem að Skaupinu stóðu ekki síður en þeirra hugvitsmanna í Þýskalandi sem segir frá í fréttinni.

Hingað til hefur orðið atvinnumótmælanda kannski verið notað fyrir þá sem eru með svo sterkar skoðanir að þeir eru alltaf til að mæta og mótmæla. En nú fær það nýja merkingu. Þannig getur t.d. verið að næsta sumar fáum hingað til lands eittþúsund atvinnumótmælendur sem einhver samtökin hafa keypt til að mótmæla hvalveiðum (ef við verðum svo óskaup skammsýn að taka þær upp aftur í vor), nú eða frekari álversframkvæmdum ef þær þá komast á dagskrá.

Ég á reyndar ekki von á að margir Íslendingar leggi sig eftir þessu - við eigum jú okkar atvinnufólk á þessu sviði, en heldur trúi ég það myndi taka því fálega að fá borgun fyrir. En kannski það verði eftirspurn hjá Íslendingum eftir erlendum atvinnumótmælendum. Þeir eru a.m.k. miklu mun ódýrari en þreyttar poppstjörnur: Þannig hefði mátt fá 5.000 mótmælendur í einn dag fyrir aurinn sem Elton John fékk fyrir að hita upp í afmælisveislu um síðustu helgi.


mbl.is Þýskir mótmælendur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband