Til hamingju "Frjáls"lyndir !
Laugardagur, 27. janúar 2007
Hamingjuóskir til ný- endurkjörsins varaformanns "Frjáls"lynda flokksins og raunar til flokksins alls. Flokkurinn tryggði með flokksþinginu áframhaldandi setu flokksins á hliðarlínunni. Moldviðrið um varaformannskjörið og málflutningur formanns og varaformanns - ásamt viðbótinni við flokinn sem felst í nýju afli (bíddu er þetta ekki hundgamalt varaafl sem enginn vill vita af og er búið að koma sér allstaðar út úr húsi?) - gerir það að verum að flokkuirnn mun eiga sér formælendur fáa, þótt þeir fái auðvitað eitthvað fylgi út á svona málflutning.
Leiðari Morgunblaðsins í dag var afar skýr og athyglisverður - því blaðið er ekki oft með bein tilmæli til flokksmanna í stjórnarandstöðuflokkunum. Skilaboð Moggans voru þau að ef ekki yrði breyting á forystunni, þá myndi enginn annar stjórnamálaflokkur vilja starfa með þeim í ríkisstjórn, hvernig svo sem kjörfylgi þeirra yrði. Ég treysti því að það reynist rétt hjá Mogganum og að Ófrjálslyndir verði fjarri ríkisstjórn hvernig sem kosningar annars fara í vor.
Margrét er svo búin að boða fund á mánudaginn - ég vona að hún fari nú ekki að stofna enn einn flokinn heldur gangi til liðs við flokk sem stendur hjarta hennar nær, Samfylkinguna. Sjáum hvað setur.
Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.