Breytingar æskilegar

Hér eru svör mín við spurningum þjóðkrikjunnar:

1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
Já, ég er fylgjandi því að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að stjórnarskráin tryggi fullt trúfrelsi en feli ekki í sér ákvæði um sérstaka þjóðkirkju sem njóti stuðnings ríkisins. Það segir reyndar í núgildandi stjórnarskrá að þessu fyrirkomulagi megi breyta með lögum þannig að það er þegar í reynd á valdi alþingis að breyta þessu - þótt heppilegra sé að það gerist að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í ljósi þess sem ég hef sett fram sem leiðarljós í mínu framboði- réttlæti, sanngirni og sátt - þarf að haga þessum breytingum þannig að um þær ríki friður. Það tekur tíma að ná nauðsynlegri sátt um hvernig þessar breytingar geta gengið fyrir sig og hvernig samfélagslegum hlutverkum Þjóðkirkjunnar verður fyrir komin í framtíðinni. Hugsanlega kann að vera sanngirnismál að um þetta verði kosið sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að skýr þjóðarvilji búi að baki. Niðurstaða þjóðfundar bendir til að meirihluti fólks telji að tímabært sé að breyta sambandi ríkis og kirkju.

2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?
Íslenska þjóðkirkjan hefur gengt mikilvægu samfélagslegu hlutverki og mun gera það áfram þótt hún verði ekki ríkiskirkja eins og verið hefur. Það sama gildir um félagslíf og menningarstarf sem tengist kirkjum landsins. Mikil þátttaka almennings í þessu starfi sem og langar hefðir munu ekki breytast þótt formlegum tengslum verði breytt. Ég held einnig að í breytingum felist tækifæri fyrir kirkjuna til að blása lífi í trúarstarf og endurskoða hvernig því er sinnt.


mbl.is Frambjóðendur spurðir um samband ríkis og þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa menn kynnt sér málið af einhverju viti? Hver er reynslan frá hinum Norðulöndunum? Svíar haf gert þetta og hver er reynslan þaðan? Hvað segja hinar þjóðirnar um þetta mál? Við getum ekki borið okkur saman við aðrar þjóðir en Norðulöndin. Málið snýst um svo margt og mikið annað en einhverja illsku eða hefnigirni gagnvart kirkjunni eða prestum þessa lands. Þessi ákvörðun hvort sem hún er til góðs eða ills fyrir þá velferð sem kirkjan stendur fyrir. Hvort þetta skaði eða bæti það.

Sveinn (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:57

2 identicon

Ég held að menn ættu að hugleiða að frambjóðendur eru ekki sérstaklega upplýsingaskildir gagnvart þjóðkirkjunni. Ég tel að á sama hátt og td. forsetaembættið eða mannréttindastofa sendir ekki slíkt bréf til frambjóðenda um greinar sem þau varða eigi frambjóðendur ekki sérlega að svara kirkjunni. Þjóðkirkjunni er í lófa lagið að kynna sér áherslur ólíkra frambjóðenda á þar til gerðum síðum td á kosning.is, svipan.is og dv.is

Arezzo (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:52

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Það er rétt hjá þér Arezzo að engum ber skylda til að upplýsa þjóðkirkjuna um sína afstöðu í þessu máli. Þá er ég hræddur um að heyrst hefði hljóð úr horni ef forsetaembættið hefði sent út sambærilegt bréf.

Mér fannst samt allt í lagi að láta bæði þjóðkirkjuna og aðra sem áhuga hafa vita um mína afstöðu - sem leiðir beint af áherslu á frelsi í margvíslegri mynd og því að ríki sé ekki að mismuna hópum. En eins og sjá má af heimasíðunni minni þá er þetta ekki eitt af þeim málum sem ég set á oddinn. Ég er nefnilega sammála Sveini með það að ákvörðun um aðskilnað ríkis og kirkju á ekki að snúast um mál eins og þau sem hafa komkið upp nýlega varðandi þjóðkirkjuna, heldur um grundvallaratriðin í málinu. Það gildir reyndar á öllum sviðum; við sem gefum kost á okkur á stjórnlagaþing megum ekki láta einstök tiltekin mál hafa of mikið vægi því stjórnarskrá eru grundvallarlög sem þurfa að eiga við í öllum tilvikum og aðstæðum.

Ágúst Hjörtur , 11.11.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband