Skynsamlegar breytingar - en í framhaldinu á að leggja landsdóm niður

Allar hljóma þessar breytingatillögur skynsamlega og til þess fallnar að færa fyrirkomulag nær því sem er með almenna dómsstóla. Það er hins vegar skoðun mín að sérstakur landsdómur sé ónauðsynlegur og óheppilegur. Réttast er að ráðherrar séu ákærðir og um mál þeirra fjallað af almennum dómstólum - eins og þeim verður fyrir komið samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Þar þarf sérstaklega að huga að því hvernig er farið með mál þegar ráðherrar eru sakaðir um að hafa brotið gegn ákvæðum eða anda stjórnarskrárinnar. Finnst mér vel koma til álita að hafa sérstakan stjórnlagadómstól til að fjalla um álitamál og beinum málarekstri sem tengjast ákvæðum nýrrar stjórnarskrá og túlkun á henni.
mbl.is Breyta lögum um landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband