Verk að vinna í kynningarmálum

Jákvæðu fréttirnar eru þær að meira en helmingur kjósenda er þegar búinn að ákveða að kjósa og aðeins 11% er ákveðnir í að kjósa ekki. Það er því talsvert verk fyrir höndum hjá frambjóðendum og yfirvöldum í kynningarmálum næstu tvær vikurnar.

Í fyrsta lagi þurfa allir að leggjast á eitt með að fá sem flesta af þeim sem eru óákveðnir að mæta á kjörstað; trúverðugleiki stjórnlagaþings verður því meiri sem kosningaþátttakan er meiri. 70-75% þátttaka í svona kosningu væri mjög góð.

Í öðru lagi þurfum við frambjóðendurnir að kynna okkur ... svo ég bendi á agusthjortur.is ... og leggja ríkt að fólki að velja sem flesta frambjóðendur þannig að atkvæði þeirra nýtist örugglega.


mbl.is Rúmur helmingur ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband