"Mér er illa við Dani"

Íslands ógæfu verður allt að láni ... segir í góðri bók. Hás og niðurbrotinn eftir leikinn sný ég mér til ljóðlistarinnar sem er ein fárra lista sem fær svalað sárri sál á stund sem þessari:

"Mér er illa við Dani og alla kúgun og smán,
sem oss er daglega boðin af þeirra hálfu.
Þetta er misindisþjóð, sem ástundar ofbeldi og rán,
og ætlar sér jafnvel að tortíma landinu sjálfu.

Þeir tóku af oss forðum með tölu hvert einasta skinn,
og töluðu um handrit, er vörðuðu menningu alla.
Það er von að oss gremjist sú meðferð og svíði um sinn,
því síðan er íslenzka þjóðin skólaus að kalla.

Og loks varð hin íslenzka þjóð sem eitt þrautsligað hross,
við þekkjum víst allir þá styrjöld sem Danskurinn háði,
hann þröngvaði kartöfluræktinni upp á oss,
svo allt kom það fram sem Jón heitinn Krukkur spáði.

Við hugðum að vísu, sem hugprúðum mönnum ber,
að hrista af oss varginn og stympast eitthvað á móti.
En til hvers er það, eins og landslagi er háttar hér,
það er hætt við vér dettum og meiðum oss á þessu grjóti. ..."

(Sjálfstæði Íslands eftir Stein Steinarr)


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært! Og lýsandi fyrir ástandið.

Gamli (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Takk gamli ... við verðum bara að viðurkenna það á stundum sem þessum þá blossar hún upp þessi gamla gremja!

Ágúst Hjörtur , 30.1.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.