Til hamingju Framtíðarlandsfólk !

Þetta er vel til fundið og vel fram sett hjá Framtíðarlandinu. Ég mæli með því að menn taki afstöðu og séu þeir sammála þessum sáttmála, þá að skrifa undir. Þetta er nútíma útfærsla á undirskriftarlistum og þar áður bænaskrám sem menn sendu danska kónginum á þeirri tíð. Sérstaklega mæli ég með þingmannasíðunni; sendið endilega áskorun á ykkar fólk.

EN, það er einn mikil munur á þessum sáttmála og bænaskránum gömlu. Það er kosningar innan skamms og þá getum við kosið okkur fulltrúa sem eru sammála þessum sáttmála og boða aðra framtíð en þá að Ísland verði eitt mesta álbræðsluland í heimi.  Ég hvet alla til að hugsa sig vel um fyrir næstu kosningar því þær eru óvenju mikilvægar: Í þríþættum skilningi er verið að kjósa um framtíð Íslands - í raun um Framtíðarlandi.


mbl.is Framtíðarlandið kynnir sáttmála um framtíð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég sé ekki heiminn í svart/hvítu eða í þessu tilfelli grænu/gráu og tel ekki rétt að vera múlbinda mig við 1 möguleika af mörgum.
Þeir sem skrifa þarna undir ættu að íhuga hvernig undirskrift þeirra verður nýtt  -  ég er allavega ekki tilbúinn að skrifa uppá að reiknikúnstirnar hjá Andra Snæ séu óskeikular einsog orð páfans.

Grímur Kjartansson, 18.3.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Enginn er óskeikull, hvorki páfinn né Andri Snær, hvað þá ég eða þú Grímur! En ég er sammála þér um að við eigum ekki að múlbinda okkur við einn möguleika. Þess vegna skrifaði ég undir og þess vegna tel ég að nóg sé að gert í álvæðingu að sinni!

En velkominn í bloggheima - eða blaðurheima eins og ég kalla þá - og blessaður settu mynd af þér svo ég geti verið viss um að þetta sérst þú.

Ágúst Hjörtur , 18.3.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband