Óska eftir góðhjörtuðum hafnfirðingi til að kjósa fyrir mig - Á MÓTI

Þar sem ég fæ ekki að kjósa vegna ósýnilegra og óskiljanlegra hreppamarka á höfuðuborgarsvæðinu, óska ég eftir góðhjörtuðum hafnfirðingi sem til tilbúinn að kjósa fyrir mig og börnin mín á móti tillögu um deiliskipulag sem gæfi grænt ljós á stækkun álversins í Straumsvík. Mér finnst nefnilega að málið varði okkur líka. Ég á reyndar fimm börn, þannig að þetta eru svolítið mörg atkvæði - en ég vona að einhverjir hafnfirðingar taki þetta sem brýningu til að mæta að kjörstað og hafna þessari tillögu.

Samkvæmt kosningalögum er bannað að bjóða fé í skiptum fyrir atkvæði og ekki vil ég brjóta lögin. Það læðist hins vegar að manni sú hugsun hvort umfjöllun um tekjur af sköttum og hafnargjöldum og hvað veit maður, sé ekki af sama toga og að bera fé á menn fyrir atkvæði þeirrra og þá ekki síður sú umræða að álverinu verði lokað, verði stækkun ekki samþykkt. En ég treysti því að þar til bær yfirvöld kanni jafn vel hvort Alcan hafi brotið kosningalög með gilliboðum til hafnfirðinga og hvort Spaugstofan hafi nokkuð brotið lögin um álsönginn ... æ ég meina þjóðsönginn.

 


mbl.is Taugatitringur fyrir álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Þú skalt nú fyrir varlega í að tala fyrir hönd barna þinna karlin minn

Embla Ágústsdóttir, 31.3.2007 kl. 13:04

2 identicon

Tap alls venjulegs almennings sem kaupir rafmagn á heimili sín er verulegt, því þau niðurgreiða rafmagnssamningana til álbræðslunnar í landinu. Tap á Kárahnjúkavirkjun er eitthvað á bilinu 30- 40.000.000.000,-  kr. Þessu tapi er mætt eins og venjulega með því að velta því yfir á smásölurafmagnið okkar. Sjá niðurstöður hagfræðinga sem reikna út frá tölum sem Landsvirkjun leggur til :

 

http://notendur.centrum.is/ardsemi/mal.htm

Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Takk fyrir þessa ábendingu Siggi ... Mér finnst stækkun álversins í Hafnarfirði óskynsamleg fyrir utan nú hagfræðina í þessu öllu. En ef maður fer að rýna í tölurnar, þá er þetta ekki góður díll fyrir okkur Íslendinga. Við erum ennþá með útsölurafmang og það er auðvitað skýringin á því afhverju álrisarnir standa í biðröð. Sú aukning sem hér gæti hugsanlega orðið í þungaiðnaði á að greiða rúmlega kostnaðarverð fyrir raforkuna sem til hennar rennur. Ég vona að menn verði sammála um það.

Ágúst Hjörtur , 31.3.2007 kl. 18:30

4 identicon

Til Hamingju Húsavík / Helguvík

Vilji íbúa Hafrnarfjarðar er kýrskýr og ekkert verður af stækkun. Þar sem vitað er að á bæði  Húsavík og í Reykjanesbær er gífurlega mikill stuðningur við álver er ljóst að þar munu rísa myndarleg álver innan tíðar.  Vilji íbúa ræður og þá ber að virða þeirra vilja eins og Hafnfirðinga.  Gott mál.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband