Föstudagurinn lannnngi

Það er við hæfi að pínast á föstudaginn langa. Á Filippseyjum láta menn hengja sig upp á kross. Ég hangi á krossi fróðleikstrésins í dag og þjáist. En í því felst líka námið. No pain no gain, segir máltækið. Ætli það þýddi ekki Engin þjáning, engin þekking í mínu tilfelli.

Hóf í reynd doktorsnám í upphafi þessa árs, þótt formleg staðfesting á því hafi ekki borist fyrr en um miðjan mars. Svo ég er formlegur doktorsnemi núna við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefnið er Þekkingareyjan Ísland og mig langar til að skoða betur þá hröðu þróun þekkingarsamfélagsins sem hefur orðið hér síðustu árin og helstu áhrifavaldana þar. En áður en ég leggst í miklar rannsóknir, þarf ég að byggja undir fræðilegan og ekki síst aðferðafræðilegan grunn minn. Mín þjáning á föstudaginn langa felst því í Eigindlegri aðferðafræði eða öllu heldur afritun gagna og ítarlegum útskýringum sem fylgja og kalla á mikinn innslátt og yfirsetu sem fyllir mig óþoli og útþrá. En þetta var mitt val, svo ég skal sitja yfir þessu þar til yfir lýkur - eða ég gefst upp og fer út í göngutúr. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband