... og góðu áhrifin eru?

Væntanlega þau að auðveldara verður að rækta tré á Íslandi! Er þetta ekki dálítið sjálfhverfur fréttaflutningur? Aðrir fjölmiðlar benda á hið stærra samhengi, sem er að þeir sem þegar eru verst settir á jarðarkringlunni munu verða enn settur. Um þetta má t.d. lesa svolítið vandaðri frétt á vef BBC.

Við þurfum að fara að fá Halldór Þorgeirsson, sem vinnur hjá IPCC - þeirri stofnun sem stendur fyrir þessari vinnu - til að koma til Íslands og kynna okkur niðurstöðurnar. Þá geta sólarbloggararnir rætt við hann trúverðuleika þeirrar kenningar að þetta sé allt sólinni að kenna.


mbl.is Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

að ræktun verði möguleg á svæðum sem eru nú of köld til ræktunar...

Óli Palli (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú virðist ekki hafa skilið fréttina.  "Gróðurhúsaáhrifa mun gæta í miklu mæli í Evrópu á þessari öld, en mismikilla neikvæðra áhrifa mun gæta eftir svæðum"

Kannski er þetta okkur til góðs, hver veit. þá verður e.t.v. sagt á Íslandi "Guð blessi gróðurhúsaáhrifin"

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 13:35

3 identicon

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því þessi sól sem þú gerir lítið úr með þessari "sólarbloggara" athugasemd þinni, er ástæða þess að það séu aðstæður fyrir líf á þessari plánetu okkar?  Fjölmörg línurit sýna að samhengi CO2 og hitastigs er öfugt farið, þar sem CO2 magn fylgir hitastigi, en ekki öfugt, og þetta eru túlkanir sem koma frá sérfræðingum á þessu sviði, en ekki einhverjum afdönkuðum pólitíkusum og athyglissjúkum skýrsluhöfundum sem væru atvinnulausir ef ekki væri til staðar þessi móðursjúka kenning um hlutverk manna í hitun jarðar. 

Athugaðu eitt, að við sem teljum að mannskepnan eigi lítinn sem engan þátt í þessari hitun, aðhyllumst ekki þeirri stefnu að ganga um jörð okkar eins og sóðar og menga eins og okkur sýnist.   Það eru ótal ástæður sem nægja okkur í að finna hreina og endurnýjalega orkugjafa og "grænar" framleiðsluaðferðir, og við þurfum ekki að láta IPCC ljúga að okkur til að gera slíka hluti.

Hákon H (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 14:27

4 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Ég sé að sólin er hitamál.  Um það þarf ekki að deila að hún er uppspretta lífs og ef hún fær óreglulegan hjartslátt og breytir takti sínum þá getur það haft miklu alvarlegri afleiðingar en okkar eigin umgengni um jörðina. Í því máli getum við hins vegar ekkert gert, nema reynt að átta okkur sem best á staðreyndunum. Og til þess treysti ég ágætlega þeim herskara mjög hæfra vísindamanna sem ríki heims hafa safnað saman undir hatti IPCC. Það sem meira er, ég treysti vel mönnum eins og Halldóri Þorgeirssyni til þess að fá fram jafnvægi og hófstilta framsetningu á þeirri þekkingu sem er réttust á hverjum tíma. Móðursýkin er þá orðin ansi útbreidd í vísindasamfélaginu ... sem stemmir ekki alveg við það sem ég þekki til þess samfélags, þar sem menn leggja einmitt metnað sinn í að afsanna kenningar og niðurstöður kollega sinna.

En við skulum bara vera kátir Íslendingar eins og okkar er von og vísa og fara að planta trjám!

Ágúst Hjörtur , 6.4.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband