Svona á að skrifa pólitíska satíru
Mánudagur, 9. apríl 2007
Stórskemmtileg grein hjá prófessornum sem tekur á öllum helstu þáttum í afar vafasamri utanríkispólitík Bandaríkjamanna síðustu árin: Stríðsgleði sem byggir á öðru en köldu mati á staðeyndum, þar sem ráðist er á lönd án viðundandi undirbúnings, herlið sem á í mesta basli með að hitta skotmörk sín þrátt fyrir að vera hið dýrasta og tæknivæddasta í heimi; og síðast ekki síst sá háttur þeirra að réttlæta þetta allt með því að verið sé að gera þetta fyrir þá sem verið er að sprengja. Svo ekki sé nú minnst á fjármál og fjármögnun sem að baki þessu öllu býr; kannski við Íslendingar getum einn daginn hagnast á því að lána Ameríkönum fyrir eins og hálfu stríði. Mæli með að menn lesi greinina alla en ekki bara moggafréttina.
Ég auglýsi hér með eftir safaríkri íslenskri pólitískri satíru .... og talandi um það; afhverju er Spaugstofan alltaf í fríi á páskunum. Ég saknaði þeirra á laugardagskvöldið.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef einmitt gert það sem þú biður landslýð um. Lesið greinina á frummálinu.
Þar las ég þetta:" The same would hold true in the Iceland incident. War always begets millionaires (and now billionaires) by the bushel. [Recall the heartwarming story of the wealthy U.S. manufacturer of bulletproof vests who in 2005 threw for his teenage daughter a reported $10 million bat mitzvah in New York.] "
Er þetta kannski stílbragð í þessarri frábæru "háðsádeilu" þýskættaða prófessorsins?
Ég tel mig geta séð fleiri smekkleysur og besserwisserfordóma í þessum skrifum Reinhardts, en "árásina á Ísland".
Heldur þú, Ágúst Hjörtur doktorsnemi í stjórnmálafræði, að þessi klausa um gyðingastúlku sem er dekruð af föður sínum, sé stílbragð eða háðsádeila?
Gaman væri að heyra og sjá, hvernig heimildarýni er kennd í HÍ.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2007 kl. 13:51
Heimildarrýni er að sjálfsögðu kennd við Háskóla Íslands og ítustu kröfum fylgt við fræðilega vinnu. Blaður á bloggi fellur ekki í þann flokkinn! En takk fyrir heimildarvinnuna Vilhjálmur - áhugaverð grein. En svo ég svari spurnungunni, þá er það stílbragð að skella inn sögu sem líklega er mögum lesendum kunn og táknar óráðsíu eða framferði sem mörgum ofbýður. Fermingarsagan þjónar þeim tilgangi þannig að auka á fáránleikann og um leið satríuna sem felst í þeirri röksemdafærslu að auðvitað græði alltaf einhver á því þegar stríð er háð. Þetta þekkjum við svosem einnig; var það ekki seinni heimstyrjöldin sem gerði þessa þjóð ríka?
Ágúst Hjörtur , 9.4.2007 kl. 14:10
Hvað í ósköpunum ertu að fara Vilhjálmur? Þú vitnar í grein þar sem prófessorinn bendir á ofsagróðann sem skapast af hernaði og bendir í því sambandi á að framleiðandi skotheldra vesta hafði greinilega grætt svo mikið að hann eyddi margföldum ævilaunum fólks í bat mitzvah veislu. Finnst þér þetta smekklegt? Eða ertu einn af þeim sem þykir sjálfsagt að eyða 700 milljónum í fermingarveislu? Hvað er smekkleysan, að eyða 700 milljónum í veislu eða notkun á þessu dæmi hjá Reinhardt til að benda á ofsagróðann í hergagnaframleiðslu? Getur þú endilega sagt okkur hvað þú ætlaðir að "sanna" með þessari tilvitnun og hvað hún kemur heimildarrýni við.
Guðmundur Auðunsson, 9.4.2007 kl. 14:14
Hvort einhver nýríkur Kalli á Íslandi borgar milljónir undir rassinn á Elton John til að troða upp í afmælisveislu sinni, kemu mér ekki við og heldur ekki ykkur heiðursmönnunum. Okkur kemur heldur ekki við hvað framleiðandi skotheldra vesta í Vesturheimi kýs að gefa dóttur sinni í fermingargjöf.
Það er heldur ekkert sem kemur Herr Prófessor Uwe E. Reinhardt von Osnabruck við. Hugsið ykkur ef einhver í Kalkútta færi að fárast yfir akfeitum Íslendingum, sem gefa börnum sínum hross og peninga í fermingagjöf í miðri árás sinni á stjórnmálamenn, sem hafa samvinnu við Ólaf Ragnar Grímsson. Þessi bráðfyndna grein hans Reinhardts, þessi listalega satíra, kemur einfaldlega ekki fermingaveislu gyðingastúlku í Bandaríkjunum við. Alveg sama hvort faðir hennar hefur grætt á stríðum Bush, Clintons og jafnvel á íslensku víkingasveitinni. Að níðast á ferminarveislu 13 ára stúlku er enn löðurmannlegra en að búa til skemmtisögu um eyðingu Reykjavíkur til að gleðja Bandaríkjahatara.Ágúst Hjörtur, fynnst þér samlíkingar þörf á velsæld þeirri sem Seinni Heimsstyrjöld færði sumum Íslendingum auð og aulafyndni Reinhardts? Ég sé alls ekki samhengið. Íslendingar nutu góðs af sigri bandamanna yfir Adolf Hitler og hans hyski og getum við verið þakklát fyri það. Skotvestasalinn í BNA græðir á vestum sem geta bjargað mannslífum sem eru í hættu vegna drápssveita, sem allt vilja færa til steinaldar og gera fornar kreddur og trú að lagabókstaf. Er eitthvað hneysulegt við það að vera framleiðandi skotheldra vesta? Þú vildir kannski heldur hafa grætt á samskiptum við nasista eins og frændur okkar Danir gerðu. Þeir eru enn ekki búnir að ná sér eftir það, þótt þeir hafi að mestu lifað í spakheitum, meðan að nágrannaþjóðirnar voru myrtar af herjum sem borðuðu danskt beikon og smjör.
Satíruna í að draga umræðu um fermingarveislu í Bandaríkjun sé ég þess vegna, og skil, ekki. En mig grunar að Reinhardt sé skápsantísemít eins og margir kollegar hans, fyrr og síðar, í Princeton. Að hann notaði veislu gyðingastúlku í ímyndunarárás sína á Íslandi, til að þóknast hatursmönnum BNA, er klassískt dæmi. Friðarsinnar draga alltaf gyðinga og Ísrael inn í umræðuna um heimsfriðinn. Því er meira að segja haldið fram að friður náist hvergi á láði né legi, fyrr en gyðingar séu til friðs. En hver hóf Síðari Heimsstyrjöld? Svarið fáið þið óþvegið. Það voru landsmenn prófessorsins í Princeton sem kusu það yfir sig. Þá var hatrinu einnig fyrst og frem beint gegn gyðingum.Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.