Framsókn áfram - ekkert stopp?
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Þeir hafa þótt standa sig vel, áróðursmeistarar Framsóknarflokksins í síðustu kosningum bæði til landsstjórnar og sveitastjórna. Hvað eftir annað hefur flokknum tekist að ná viðunandi niðurstöðu í kosningum, eftir hörmulegt gengi í skoðanakönnunum og þar hefur áróðurinn hjálpað. En ég hef efasemdir um kosningaslagorðið þeirra: Árangur áfram - ekkert stopp! Ekkert er nefnilega verra en slagorð sem snýst í hönunum á manni. Menn geta skeytt framan við þetta nær hverju sem þeir eru á móti:
Álver áfram - ekkert stopp!
Stóriðja áfram - ekkert stopp!
Ójöfnuð áfram - ekkert stopp!
Kvótakerfið áfram - ekkert stopp!
Einkavinavæðing áfram - ekkert stopp!
og svo auðvitað Framsókn áfram - ekkert stopp!
Nema að menn vilji snúa því við og segja:
Framsókn í frí - segjum stopp!
.... ég segi bara svona.
E.S. Ég má til með að bæta við þessa færslu ... því það er þegar komin á netið vel útfærður útúrsnúningur á þessu slagorði. Endilega skoðið þetta sjálf.
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
Rakst á málefnalegt innlegg frá Sigurð J. um stopp-stefnuna hér.
Bjarni M. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:42
Það vill nú bara svo til að þú ert að tala um ankeri íslenskra þjóðmála, eina íslenska þjóðartáknið sem hefur verið klölfestan í íslenskum stjórnmálum eins og elstu menn muna. Bara það eitt að vera orðin svona gamall og jafnframt ungur segir sína sögu. Ef flokksins hefði ekki notið við á ögurstundum þá væri að ég held önnur og meiri vitleysa í gangi heldur en nú er. Ég segi nú eins og skáldið, Guð gefi oss fleiri Framsóknarflokka!!
365, 10.4.2007 kl. 14:54
Talandi um auglýsingaherferðina hjá exbé, hér er nokkuð góð útgáfa af henni:
Guðmundur Auðunsson, 10.4.2007 kl. 16:47
Þetta er ansi flott útgáfa og eflaust verður einhver fljótur að finna þennan námsmann í Danmörku! Það hlaut að vera að fleiri kæmu auga á hversu voðalega tvíbent þetta slagorð er .... maður getur ekki annað en vorkennt þeim svolítið og beðið spenntur eftir Spaugstofunni á laugardaginn.
Ágúst Hjörtur , 10.4.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.