Fjölmennt fjölmenningarsamfélag í náinni framtíð

Það er merkilegt hversu þjóðin virðist vera með á nótunum um þá þróun sem er að eiga sér stað og hefur verið undanfarinn áratug. Almenningur jafnvel betur en ráðamenn, ef marka má fréttina. Fyrir tíu árum hefði flestum þótt það fásinna að þjóðinn ætti eftir að tvöfaldast á hálfri öld. Nú finnst fólki þetta eðlileg framtíð.

Nú er það mín skoðun að þetta sé jákvæð þróun og að það verði nánast lífsspursmál fyrir okkur að hún haldi áfram. En við verðum líka að bretta upp ermarnar og reyna að halda í algjöru lágmarki þeim mistökum sem við gerum varðandi þá sem flytjast til landsins - þar höfum við fjölmörg víti til að varast frá Evrópu. Ekki síður þurufm við að varast mistök með sambýli kynslóðanna: Meira en fjórðung þjóðarinn er ekki hægt að ýta til hliðar og loka inn á vistheimilum, heldur þurfa eldri borgarar að vera virkari í þjóðfélaginu og mér þykir líklegt að mín kynslóð muni fremur streitast við að hætta að vinna þegar kemur að núgildandi eftirlaunaaldri fremur en við flýtum okkur.

En það eru miklar breytingar framundan ... umrót síðustu ára er það sem mun einkenna samfélagsþróun á Íslandi næstu áratugina. Þetta veit þjóðin og það er gott.

.... treysti því bara að hún hafi þetta í huga í kosningunum eftir mánuð.


mbl.is Íslendingar telja að þeir verði hálf milljón árið 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband