Vorar hjá fötluðum í vor?

Þau hafa verið að fara nýjar og skemmtilegar leiðir undanfarin misseri til að vekja athygli á aðstæðum sínum, unga fólkið með fötlun. Vel til fundið hjá þeim að vera með tískusýningu og tengja þannig hugtökin tíska og fötlun. Það eru svo mörg hugtök sem við tengjum ekki við fötlun, eins og fatlaðir séu ekki hluti af því sem viðkomandi hugtak nær til. En ég get fullvissað ykkur um að fatlaðir eru nákvæmlega jafn uppteknir af tísku og aðrir; sumir mikið og fylgjast vel með á meðan öðrum er nokk sama. Það eru ýmis tabú - eitthvað sem ekki er rætt - í tengslum við fatlaða. Kynlíf er eitt. Húmor er annað. Auðvitað má .... já beinlínis á að gera grín að fötluðum, rétt eins og öðrum. Þetta er spurning um jafn-rétti; það á að gera jafn-mikið grín að þeim eins og öðrum.

En þau voru ekki bara að gera grín krakkarnir, heldur er þetta liður í réttindabaráttu þeirra. Sú barátta snýst um viðurkenningu, um þátttökurétt í samfélaginu og um stuðning samfélagsins við þá sem fötlunar sinnar vegna geta ekki eða fá ekki að vinna fyrir sínu lífsviðurværi. Samfélagið hefur ákveðið að veita öllum ákveðið afkomuöryggi. Afhverju skerðist það ef tveir fatlaðir einstaklingar hefja sambúð? Þetta er umræða sem er búið að fara í gegnum á mörgum vígstöðum í sambandi við stöðu kvenna (eða maka - fyrir þá sem eru komnir langt í jafnréttishugsun sinni), að þær eigi að njóta sinna óskertu réttinda án tillits til tekna karlanna. Gildir ekki það sama um fatlaða?

Ég veit að víða í heiminum hafa fatlaðir það verr en á Íslandi. En ég er þess jafn fullviss að við getum gert betur og að við höfum efni á því og vonandi félagslega þroska til að gera það. Svo spurningin sem þessi vortískusýning fatlaðra vekur upp er:  Vorar hjá fötluðum í vor? Svarið kemur upp úr kjörkössunum 12. maí.


mbl.is Vortíska fatlaðra í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt innlegg í þessa umræðu hjá þér. Með kjörkassana, ertu þá að meina framboð aldraðra og öryrkja?

siggi listadrasl (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Ég er mjög sammála þér, Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að fatlaðir hafa nákvæmlega sömu væntingar og þrár og aðrir. Eins og þú segir er kynlíf fatlaðra mjög mikið tabú meðal margra. Flott hjá þessum krökkum að vekja athygli á málstað sínum með þessum hætti.

Katrín Vilhelmsdóttir, 14.4.2007 kl. 16:15

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Ég var nú bara að meina að þetta er eitt af þeim málum sem menn geta kosið um í vor., en þó aðalega að útslit kosninganna í vor geta haft veruleg áhrif á það hvort vorar hjá fötluðum. Það eru fleiri flokkar en framboð aldraðra og öryrkja sem hafa skoðanir og áætlanir um breytingar.

Ágúst Hjörtur , 14.4.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.