Tími forystukvenna að renna upp í evrópskum stjórnmálum?

Það er víðar en á Íslandi sem menn segja að nauðsynlegt sé að fá konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum. Víst er að ekki er vanþörf á að ræsta rækilega út í frönskum stjórnmálum. Þar í landi hafa menn fullkomnað stjórnunarhætti hinna innvígðu og innmúruðu og klætt gamal og spillt lénskipulag í lýðræðislegan búning. Aldurhnignir karlar í reykmettum herbergum hafa ráðið ríkjum og lengi lengi hefur ríkt stöðnun á mörgum sviðum í frönsku atvinnulífi og samfélagi. Þar þarf að opna upp stjórnkerfið, gera það gagnsærra, sannfæra Frakka um að tími sé til kominn að gera margvíslegar og rótækar breytingar og gera samfélagið allt sveigjanlegra. það hafa hægrimenn, sem verið hafa lengi við völd í Frakklandi, ekki getað gert. Til þess þarf frjálslyndan jafnaðarmann og kannski er Segolene Royal nógu frönsk til að sannfæra þjóð sína um að hún sé rétta konan í verkið.

... hvað ætli það sé annars langt í það að maður sjái mynd frá leiðtogafundi ESB þar sem helmingur eru konur?  Mikið væri það gaman - ég tala nú ekki um ef þar í hópi væri líka íslensk kona.


mbl.is Royal og Sarkozy hnífjöfn samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.