Kastljósið í kosningaham

Ég hafði ekki tíma til að horfa á Kastljós föstudagskvöldsins - en eftir umfjöllun á blogginu skoðaði ég það á netinu. Einnig einræðu Helga Seljan á fimmtudagskvöldið, sem mér finnst eiginlega hálfu verri, því það er ekki venjan að þar haldi menn einræður, slíkt er gert í fréttatímum en ekki í Kastljósinu. Eins og þetta horfir við mér, þá hefur ritstjóra Kastljósins þótt sem fréttastofan væri ekki starfi sínu vaxin og ákveðið að gera Kastljós að fréttastofu - með afar snautlegum árangri. ... eða hvað?

Hvað gengur þeim til, hugsaði maður fyrst, en svo laust niður í kollinn á mér einu mögulegu skýringunni. Ritstjórinn og Helgi eru með þessu að reyna að hjálpa Framsóknarflokknum í kosningunum eftir nokkra daga: Svona umfjöllun, með illa rökstuddum dylgjum, með ómálefnalegum málflutningu og óvanalega dónalegri og hrokafullri framgöngu getur ekki haft annan tilgang en að fá áhorfendur til að finna til samúðar með Jónínu. Ég trúi því a.m.k. ekki að ritstjórinn og Helgi hafi talið sig vera að sinna fréttamennsku, að upplýsa um eitthvað umfram það sem fréttastofan hefði gert eða bæta einhverjum vinkli við. Ég treysti því einfaldlega að hjá Ríkisútvarpinu ohf. starfi ekki svo óhæft fólk.

Svo hér eru tveir vondir skýringarkostir: Annað hvort eru menn að gera nokkuð sem Kastljósið má ekki gera, nefnilega að reyna að hjálpa einum illa stöddum stjórnmálaflokki með svo óvandaðri umfjöllun að menn slá skjaldborg um þann sem fyrir slíku óréttlæti verður, eða þeir eru einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir og gera sig seka um lákúrulegt og óvandað fjölmiðlaeinelti. Hvor kosturinn er nú verri???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hvernig sem á þetta er litið, þá er Sjónvarpið í ákaflega vondum málum. Vonandi gengur Helga Seljan vel að fá vinnu við sitt hæfi.

Hlynur Þór Magnússon, 29.4.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband