Til hamingju Þorsteinn Ingi - og Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Það er skammt stórra högga hjá Þorsteini Inga sem nú er staddur í Rússlandi til að veita móttöku einni æðstu viðurkenningur sem Íslendingur hefur fengið fyrir vísinda- og nýsköpunarstarf. Nú tekur hann við sem forstjóri nýrrar og miðstöðvar þar sem sameinast undir einum hatt tæknirannsóknir og nýsköpunarstuðningur. Það er afar ánægjulegt að geta bloggað hér aftur hamingjuóskir til Þorsteins Ings - en það eru bara nokkrar vikur síðan ég óskaði honum til hamingju með upphefðina að utan. Nú kemur upphefðin að innan - eða heiman - og því er ekki síður ástæða til að óska væntanlegu starfsfólki stofnunarinnar til hamingju.

Þá er einnig við hæfi að óska iðnaðarráðherra til hamingju með faglegt val - hér er tæpast um pólitíska skipun að ræða - heldur verið að fá til starfa mann með mikla reynslu á þessu sviði. Þá gleðjumst við háskólamenn einnig yfir þeir yfirlýsingum ráðherrans í dag að hann vilji sjá Nýsköpunarmiðstöðina í Vatnsmýrinni í nábýli við háskólana. Ef svo fer að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands, sem hafist verður handa við að byggja í upphafi næsta árs, er búið að leiðrétta söguleg mistök sem voru gerð fyrir mörgum áratugum. Nú sem aldrei fyrr en þörf á samstarfi og samstilltu átaki allra þeirra sem sinna vísindum, tækniþróun og nýsköpun. Þorsteinn Ingi er rétti maðurinn til að leiða slíkt samstarf.


mbl.is Þorsteinn Ingi Sigfússon ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.