Stoltur í vinnunni líka

Frá undirritun samningaMaður er ekki bara stoltur af börnum sínum sem öll standa í stórræðum þessa dagana, hvert á sinn máta, heldur líka stundum í vinnunni. Þannig var það fyrr í vikunni þegar skrifað var undir samninga við fjögur yfirfærsluverkefni sem fá styrk úr Leonardó hluta nýrrar Menntaáætlunar ESB sem hóf göngu sína í upphafi þessa árs. Verkefnisstjórinn stakk upp á því skrifa undir við alla í einu í lok námskeiðs fyrir verkefnisstjórana og var það vel til fundið. Samtals vorum við að skuldbinda þarna ríflega 60 milljónir króna í þessum fjórum styrkjum til næstu tveggja ára - og munar um minna í þróun starfsmenntunar á Íslandi.

Nánar er sagt frá þessu á heimasíðu Rannsóknaþjónustunnar og Leonardó - svo maður noti nú tækifærið og hvetji vini og vandamenn til að kíkja á þær slóðir líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband