Dýrasta símtal Íslandssögunnar!
Fimmtudagur, 23. október 2008
Það er alveg sama hvaða skoðun menn hafa á þessu símtali - hér er mín skoðun - þá er þetta dýrasta símtal Íslandssögunnar. Mbl.is á að birta það í heild sinni bæði á ensku og í íslenskri þýðingu þannig að allir lesendur hafi aðgang að því og geti myndað sér skoðun á því ... og já sagt frá henni á mbl.is því út á það gengur þetta blog.is fyrirkomulag. Aldrei frá því þessi miðill var stofnaður hefur verið meiri ástæða til að nýta kosti netsins og þess að geta verið með hlutina í heild sinni í stað þess að hafa bara hluta. Það er svolítið Mogganum til skammar að Kastljós skyldi verða á undan og lesa þar upp í heild sinni langan texta - nokkuð sem blöð og netmiðlar eiga að gera. En það er ekki og seint að bæta um betur - því menn geta ekki sent inn komment á Kastljós - og það er mikilvægt að hafa ensku útgáfuna líka.
Viðbót: Á sama augnabliki og ég birti áskorun mína um að mbl. birti viðtalið - þá kom það í fréttinni (en var þar ekki fyrir); gott mál. Svo ég geri eins og mbl.is og bæti við kommentið:
Árni segir við Darling þegar hann spyr, mjög beint og afdráttarlaust: "Svo réttindi almennings í þessu efni eru að ég tel sextán þúsund pund; og er það upphæðin sem fólk fær?" Þá svarar Árni: "Tja, ég vona að það verði tilfellið. Ég get ekki kveðið skýrt úr um það eða tryggt það núna en vissulega vinnum við að því að leysa úr þessu máli. Við viljum sannarlega ekki hafa þetta hangandi yfir höfði okkar." Allra jákvæðasta túlkunin á þessu er hálfkák. "Tja ég vona" - sem líklega er þýðing á "Well I hope" er ekki sérlega traustvekjandi, hvað þá þegar við bætist þegar Dariling þráspyr um muninn á tryggingum gangvart innlendum og erlendum eigendum innlánsreikninga og Árni er skýrmæltur með ábyrgðina gagnvart íslenskum eigendum en ekki eins skýr gagnvart erlendum eigendum og hváir þegar Darling talar um Northern Rock og þá ábyrgð sem bretar gengust þar í ábyrgð fyrir reikningum í eigu útlendinga.
Alveg sama hvernig menn kjósa að vilja túka það sem Árni sagði - eða vildi sagt hafa - þá er hann hvorki skýrmætlur né afdráttarlaus, en virðist þó skilja þegar Dariling gerir honum grein fyrir alvöru málsins. En hann virtist ekki hafa skilið alvöru málsins í Kastljósviðtalinu sem var tekið við hann í Keflavík. Svo ég spyr enn og aftur: Er maðurinn starfi sínu vaxinn? Ef þetta símtal kostaði fimm til tíu sinnum meira en ríkið fékk við einkavæðingu Símans, er þá ekki ástæða til að huga að afsögn?
Samtal Árna og Darlings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Geir og Árni eiga að segja af sér strax.
Finnbogi Vikar
Finnbogi Vikar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:20
Transcript challenges UK position on Iceland (www.ft.com)
By David Ibison in Reykjavik and George Parker in London
Published: October 23 2008 23:56 | Last updated: October 23 2008 23:56
function floatContent(){var paraNum = "3" paraNum = paraNum - 1;var tb = document.getElementById('floating-con');var nl = document.getElementById('floating-target');if(tb.getElementsByTagName("div").length> 0){if (nl.getElementsByTagName("p").length>= paraNum){nl.insertBefore(tb,nl.getElementsByTagName("p")[paraNum]);}else {if (nl.getElementsByTagName("p").length == 3){nl.insertBefore(tb,nl.getElementsByTagName("p")[2]);}else {nl.insertBefore(tb,nl.getElementsByTagName("p")[0]);}}}}A transcript of a conversation between the UK chancellor, Alistair Darling, and his Icelandic counterpart appears to question the British government’s claim that Iceland had refused to compensate UK savers.
The transcript, obtained by the Financial Times, is of a telephone conversation at the height of the crisis on October 7 between Mr Darling and Árni Mathiesen, Icelandic finance minister.
In it they discuss whether or not the Icelandic government is in a position to compensate up to 300,000 British depositors in Icesave, the online arm of Landsbanki, the Icelandic bank.
At no point does the Icelandic finance minister state unequivocally that Iceland would not honour its obligations.
Instead, Mr Mathiesen says that Iceland plans to use its compensation scheme to try to meet obligations to British depositors.
This commits Iceland to paying €20,887 (£16,462) under directives agreed as part of its membership of the European Economic Area.
_____________________
Er þetta ekki nokkuð ljóst?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.