Sunnudagur, 7. desember 2008

Nú dregur að lokum þessarar dvalar minnar hér í Brighton. Eftir veikindi og innveru síðustu daga brast á með bogóblíðu miðað við árstíma hér í Brighton í dag og ég fór út að hjóla og síðan í sólsetursgöngutúr niður á strönd þar sem ég settist og fékk með kaffisopa úti þótt andkalt væri. En það var ekki öllum kalt - ekki þeim sem skellti sér á sjóðskíði og ekki heldur kallinum sem skellti sér á sundskýlu í sjóinn (jú honum hlýtur nú að hafa verið svolítið kalt). Skellti inn nokkrum myndum í
Brighton albúmið - því ég uppgötvaði loks leyndarmálið um tilgang hins svala svöluflugs og náði nokkrum myndum af þeim þar sem þær undirbúa sig undir svalan nætursvefninn á Vesturbryggjunni hér í Brighton.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.