Hvaða Sjálfstæðismaður er að ljúga?

Er Árni að ljúga að hann hafi ekki vitað um tilboðið? Er Björgóflur að ljúga um að það hafi verið gert tilboð? Annar hvor þessara dyggu Sjálfstæðismanna er að ljúga. Og veit Davíð svarið?

Ef það væri til svo sem eins og einn alvöru fjölmiðill á Íslandi þá lægi svarið fyrir núna, því eflaust er hægt að fá greið svör hér í Bretlandi um það. Og ef það var tilboð á borðinu, hvernig gat Árni ekki vitað um það? Ef það var sannarlega tilboð um yfirfærsluna og því var ekki sinnt - þá er borðleggjandi að þetta var dýrasta símtal Íslandssögunnar (og sá grunur læddist að manni strax þegar þetta kom fram 23. október). Sé það rétt - getur forsætisráðherrann ekki annað en krafist afsgnar Árna; ef að embættisafglöpin eru farin að hlaupa á hundurðum milljarða þá er mönnum ekki sætt í embætti.  


mbl.is Skilur að Bretar efist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband