Mér líst vel á Obama

Honum mæltist vel Barack Obama í ávarpi sínu til þjóðarinnar og heimsins kannski ekki síður. Kannski að honum takist að endurreisa leiðandi stöðu Bandaríkjamanna í heiminum með ábyrgari utanríkisstefnu og samráði við aðrar þjóðir. Kannski er tími þeirra liðinn og hlutverk hans verður að finna þeim nýtt hlutverk sem eitt af stórveldunum, en ekki lengur Stórveldið.

Það var næstum að maður vorkenndi Bush fjölskyldunni við þessa athöfn. Óvinsælasti forseti Bandaríkjanna virtist jafn ráðviltur og utanveltu og hann hefur verið síðustu 8 árin og honum fylgdu ellihrumir haukar í hjólastól sem verður nú rúllað út úr bandarískum stjórnmálum. Það fögnuðu margir þegar Bill Clinton gekk á sviðið, en ekki nokkur sála þegar George W. Bush kom fram.

En nú er þessum dapra kafla lokið og vonandi tekur nú við tími breytinga og meiri bjartsýni í Bandaríkjunum. Maður óskar þeim bara góðs gengis.


mbl.is Obama: „Við erum reiðubúin að leiða á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband