Ríkisstjórnin þarf að sættast við þjóð sína en ekki siga á hana óeirðalögreglu

Þjóðin var við Alþingi í dag og ríkisstjórnin þarf að sættast við þjóð sína. Forsætisráðherra sem ekki vill ræða við fjölmiðla og felur sig bak við lögreglu, fremur en ræða við þjóð sína er kominn í vond mál. Hann á bara tvo kosti núna: Rétta út sáttahönd til þjóðarinnar með því að hreinsa til í kringum sig og láta þá fara sem mesta ábyrgð bera á klúðrinu og setjast svo niður og ræða í alvöru við almenning. Eða segja af sér sjálfur og boða til kosninga.

Ef hann gerir ekkert þá sýður upp svo um munar innan fárra daga. Ég hvet þó alla til að halda stillingu sinni og gefa Sjálfstæðismönnum andrými fram yfir landsfund.


mbl.is Lögregla beitir úða og kylfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rétt þetta er  ríkistjórni að kenna, ef hún segjir af sér hættir þetta

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.1.2009 kl. 18:58

2 identicon

Gefa sjáflstæðismönnum andrúm fram yfir landsfund - til hvers? Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert að taka neinar ákvarðanir heldur þingmennirnir sem kosnir hafa verið á þing. Þeir sem ekki voru kosnir eru ekki í vinnu hjá íslenska ríkinu og eiga ekkert að hafa neitt um neitt að segja!

Eins og segir í stjórnarskránni 1 Kafli 1.grein.

"Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn"

Þessir 63 þingmenn sem kosnir eru á 4. ára fresti eiga eingöngu að vinna eftir sinni eigin sannfæringu og einskis annars. Annað er lögbrot!.

Ég er á móti öllu ofbeldi en fagna því mjög að Íslendingar séu loksins farnir að láta í sér heyre - það þurfti bara pínu kreppu til!?

Björt (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:18

3 identicon

Áttu við að ríkisstjórnin hefði átt að fara út til að tala við fólk sem var í vígahug? Til hvers?  Þær umræður hefðu bara endað á einn veg.

Blahh (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband