Einmannalegt í ríkisstjórn

Kennarar, háskólamenn og nú ASÍ hafa ályktað sem svo að ríkisstjórnin sé í raun óstarfhæf og því til lítils að ræða við hana. Stór hluti almennings er á sömu skoðun. Þá virðist meirihluti þingmanna vera kominn á þá skoðun að þetta gangi ekki lengur. Það hlýtur því að vera orðið einmannalegt í ríkisstjórninni - sem hefur talið sjálfum sér trú um að hún sé í svo mikilvægum verkum að hún megi alls ekki víkja; já raunar svo mikilvægum verkum að við fáum lítið um þau að vita.

Stjórnmál snúast öðru fremur um fáar einfaldar grundvallarhugmyndir eða lífsafstöðu og síðan traust á frambærilegu fólki til að útfæra þær. Traustið er ekki til staðar lengur eins og ályktanir stéttarfélaganna bera með sér. Það er ekki annað eftir, en forystumenn ríkisstjórnarinnar horfist í augu við þá staðreynd og víki til hliðar úr íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Ræða frestun kjaraviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.