Frjálshyggjustefna með slæmum afleiðingum

Stefán Ólafsson var mjög góður á þessum fundi. Hann var kannski ekki að segja margt nýtt nema í lokin. Á valdatíma Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2007 og þá sérstaklega eftir 1995, jókst ójöfnuður í landinu í þeim skilningi að þeir sem hæstu tekjurnar höfðu fengu æ stærri hlut af heildartekjunum og nærri tvöfölduðu sinn hlut. Allt í boði skýrrar og yfirlýstrar stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þessu þarf að halda til haga í komandi kosningum; það var ekki fólkið sem brást, heldur er sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn tefldi fram og sú frjálshyggjutilraun sem hann fékk að gera með íslenskt samfélag, meginskýring þeirra ófara sem íslenskt samfélag rataði í.

Samhliða æ meiri ójöfnuði í tekjum manna var skattkerfinu breytt þannig að það ýtti undir og magnaði þennan ójöfnuð þannig að þeir tekjulægstu greiddu æ hærra hlutfall af tekjum sínum í skatta og þeir tekjuhæstu æ lægra hlutfall. Þetta sýndi síðan Indriði enn betur fram á í sínum fyrirlestri. Það sem var nýtt - fyrir mig a.m.k. - var að þessi þróun stöðvaðist árið 2007 og var snúið við árið 2008 þegar Samfylkingin var komin í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Stóra verkefnið framundan hjá jafnaðarmönnum er að leiðrétta þessa öfugþróun - alveg sérstaklega hvað varðar jöfnunarhlutverk skattkerfisins. Ég fyrir mitt leyti skorast ekkert undan því að taka á mig auknar skattbyrgðar.


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá er fólk enn að verja Sjálfstæðisflokkinn og afneitunin er þvílík að það er ótrúlegt, það er eins og þetta lið hafi enga gagnrýna hugsun og taki skoðanir toppanna inn sí svona og endurtaki síðan tugguna án þess að vita það sjálft. Maður fer að spá í hvort 29% þjóðarinnar sé heilaþvegið eða undir einhverjum dávaldi,því það er ótrúlegt ef fólk ætlar ekki að refsa flokknum fyrir að hafa skaðað land og þjóð meira en allt annað. Sorglegt, svo ræðst þetta lið á Stefán Ólafsson, þennan fræðimenn sem myndi aldrei láta frá sér fara einhvern tilbúning, annað en dæmdur textaþjófur Hannes nokkur, sem er í miklum metum hjá þessu sama liði. Mikið djöfull getur það verið pirrandi þegar fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn beigir sig fyrir framan böðulinn aftur og aftur og biður um meira og meira.

Valsól (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:38

2 identicon

Ég ætla nú að byrja á að leiða frá mér þennan rætna sorakjaft sem er að finna í fyrstu athugasemdinni við þetta blogg. Ótrúlegt hvað fólk getur verið nötrandi reitt fólki sem ekki deilir þeirra stjórnmálaskoðunum. Sorglegt, í raun.

Hins vegarlangaði mig að segja nokkur orð í tilefni af ágætum skrifum þínum Ágúst:

Í orðum Stefáns Ólafssonar kristallast einfaldlega hin harða pólitíska afstaða hans, sem hefur ekkert breyst frá því að hann ásamt Ólafi Ragnari þá formanni Alþýðubandalagsins atyrti Milton Friedman í Ríkissjónvarpinu fyrir um 30 árum síðan: Stefán telur það að einhverjir flugfurstar hafi haft milljónir í laun á mánuði á meðan heimilin höfðu að meðaltali næstum því 700 þús (ég hefði nú ekkert á móti þeim tekjum svona í forbyfarten) þýði að þessir með milljónirnar hafi tekið peninga frá þeim með 700 þúsundin. Þetta er það sem hann er að reyna að rökstyðja.

En þessi ályktun stenst hins vegar ekki nánari skoðun.

Á þessum tíma sem ríkasta pakkið rauk upp í milljónir á mánuði þá HÆKKUÐU tekjur (fyrir skatta) og kaupmáttur (eftir skatta) okkar hinna. Það kom reyndar einungis fram með smáu letri hjá Stefáni, en gerði það nú samt. Þannig að tekjur og kaupmáttur þessara með 700 þúsundin (og okkar hinna) varð HÆRRI eftir því sem ríka liðið varð ríkara.

Ég er nú ekkert endilega á því að hagur okkar hafi vænkast AF ÞVÍ AÐ ríka liðið varð ríkara. En þessi gamla öfundarstefna sem Stefán er þarna að reyna að kynda undir (og er t.d. þekkt í enskumælandi ríkjum sem "beggar thy neighbor" bábyljan) gengur heldur ekki upp. Staðreyndin er að í efnislegum gæðum höfðu BÆÐI meðaltalsfjölskyldurnar OG ríka pakkið það betra.

Það er engin ástæða að öfundast út í þá sem hátt flugu. Fall þeirra varð ekki öfundsvert. Nú er komið að því að byggja upp Nýja Ísland (ekki hf.). Vonandi ber okkur gæfa til að byggja það upp af áræðni og stórhug, ekki öfund og smáborgaraskap.

Skrifstofumaður í Kópavogi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.