Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Seðlabankastjóri ríkisins, ekki meir, ekki meir!
Þriðjudagur, 28. október 2008
Seðlabankastjóri ríkisins
tók handfylli af vöxtum
og horfði hvössum augum
á fjölmiðla og þjóð.
300.000 x 18% x 6 milljarðar dollara,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.
Ef fallið er þráðbeint
fellur þjóðin í stafi.
Mín hugmynd er sú,
að sérhver maður verði fátækari en fyrr.
Seðlabankastjóri ríkisins
tók handfylli sína af vöxtum
og Jón sálugi Sigurðsson
kom til hans og sagði:
Seðlabankastjóri ríkisins
ekki meir, ekki meir!
Efast ekki um sjálfstæði bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Valkostir í fréttamiðlun
Þriðjudagur, 28. október 2008
Ertu leið(ur) á mogganum og Times?
Farðu þá í heimsókn á enska fréttavefinn Newiceland.net - algerlega óháður og óborganlegur vefur.
Baggalútur hefur líka lengi haldið úti góðum fréttavef.
Gæinn sem geymir aurinn minn
Þriðjudagur, 28. október 2008
Gæinn sem geymir aurinn minn
Ég finn það gegnum netið að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn.
En ég veit að það er gæi sem geymir aurinn minn
sem gætir alls míns fjár
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð, en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt.
Hendur hans svo hvítþvegnar og hárið aftursleikt.
Þó seg´í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár ef hann kems t á hálan ís.
Því að oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá.
Fáir slökkva eldana sem fyrstir kveikja þá.
höf: Finnur Vilhjálmsson 2008
Fékk þetta sent í tölvupósti og þar er höfundur sagður þessi - fannst þetta prýðilegt ljóðainnlegg í umræðuna.
Kreppan er komin - líka hjá Bretum
Föstudagur, 24. október 2008
Það eru víðar erfiðir tímar framundan en á Íslandi. Bretar eru hættir að flytja fréttir frá Íslandi - nú beinist athyglin inn á við. Nær allur kvöldfréttatími BBC í kvöld fór í umfjöllun um kreppuna sem kom í dag eins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar orðaði það. Birtar voru hagtölur í dag þar sem fram kom að þjóðarframleiðsla dróst saman á þriðja ársfjórðungi í fyrsta sinn í sextán ár. Og gæti orðið verra á síðasta fjórðungi þessa árs. Síðan féllu hlutabréf mikið í verði og breska pundið átti sinn versta dag í nærri fjörutíu ár! Svartur föstudagur.
Svo það er komin kreppa á Bretlandi. Fjöldi atvinnulausra nálgast 2 milljónir manna og búist er við að allt að fimmtíuþúsund heimili endi á nauðungaruppboðum á þessu ári. Á slíkum tímum er gott að geta kennt öðrum um eða átt í stríði við einhvern til að dreifa athyglinni frá heimaslóðum. Því bíður maður spenntur eftir næsta útspili í deilu Íslands og Bretlands. Þau eru samstíga í að fallast ekki á ítrustu kröfur breta, Geir og Ingibjörg. Það er rétt hjá þeim. Líklega einnig rétt hjá Ingibjörgu að hér vinnur tíminn með okkur; nema að bretar laumist til að selja eigur bankanna að okkur forspurðum. Það er ljóst að þessi deila er ekki búin.
Mjög erfiðir tímar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópusinnar hafa sigur
Föstudagur, 24. október 2008
Í þessum kosningum var afstaðan til ESB það sem helst greindi að þau Gylfa og Ingibjörgu. Þessi kosning er skýr stuðningsyfirlýsing við þau viðhorf sem Gylfi hefur haldið á lofti um að við ættum að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Væntanlega verður yfirlýsing þess efnis einnig samþykkt á þinginu og í framhaldinu mun ASÍ fara að beita sér meira afgerandi í því máli. Þegar ASÍ og Samtök atvinnulífsins verða farin að tala einu máli fyrir því að teknar verði upp aðildarviðræður aukast líkurnar á að þessi ríkisstjórn setji málið á dagskrá.
Gylfi nýr forseti ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þyrnirós - æ vakna þú - æ vakna þú
Föstudagur, 24. október 2008
Ingibjörg Sólrún,
nú þurfum við á leiðtogum að halda sem skynja tíðarandann - skilja hvaða breytingar eru að eina sér stað, átta sig á því að við erum hluti af stærra aðljóðlegu samhengi og skilja hvað þarf að gera til að byggja upp traust aftur hjá erlendum þjóðum.
Ég og fleiri höfum horft mjög til þín og þess sem þú stendur fyrir og þú hefur sagt opinberlega að þér finnsti að bankastjórn Seðlabankans eigi að segja af sér - en ekkert gerist í því máli enn og skaðinn eykst af þeim sökum dag frá degi.
Svo þetta er yfir til þín - nú verður þú að fara að segja við Geir "hingað og ekki lengra":
Oddsson defends role in Icelands collapse
By David Ibison in Reykjavik
Published: October 23 2008 18:44 | Last updated: October 23 2008 18:44
The governor of Icelands central bank has defended his controversial role in the collapse of the countrys banking system, saying he repeatedly warned the heads of the banks that they were in danger but was ignored.
David Oddsson, prime minister between 1991 and 1999 and father of the liberal politics that revolutionised the economy, has fallen from grace in the aftermath of the crisis. There have been demonstrations calling for his resignation, where protesters chanted David out! and sang the socialist anthem The Internationale outside his office in Reykjavik.
Mr Oddsson said he urged the banks to deleverage. We tried to get them to do that [downsize]. We had meeting after meeting with the directors of the banks and we have the minutes to prove it. We told them we did not think that funding through deposits in Europe [would replace] long-term funding. But we were regarded as too pessimistic.
Icelands banks expanded rapidly by increasing overseas lending to more than 10 times the size of the countrys economy. When it became difficult to raise funds on wholesale markets, they turned to deposit funding by offering high interest rates to savers across Europe. These accounts are at the centre of the crisis.
Mr Oddssons comments reveal worrying limits on the ability of the central bank to ensure the financial systems stability, and contribute to the growing belief that Icelands banks had become so economically and politically powerful that they could disregard central bank guidance.
Oversight and regulation of the banking system is expected to form a central part of the conditions imposed on Iceland by the International Monetary Fund when an expected announcement is made, possibly as early as Friday, of a $6bn (4.7bn, £3.7bn) bail-out for the country backed by co-ordinated action from other central banks.
Mr Oddsson also blamed international central bankers, saying he had requested overseas financial assistance in the summer to boost Icelands foreign exchange reserves from the Federal Reserve, the European Central Bank and the Bank of England, but was rebuffed.
Mr Oddsson believes their refusal contributed to the collapse. If we had had more capacity then we would have been in a better position to pressure the banks to downsize. We would have had both carrots and sticks, but in reality we had neither. He gave only lukewarm support to the IMF-led rescue package saying he hoped it would not be a humiliation.
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dýrasta símtal Íslandssögunnar!
Fimmtudagur, 23. október 2008
Það er alveg sama hvaða skoðun menn hafa á þessu símtali - hér er mín skoðun - þá er þetta dýrasta símtal Íslandssögunnar. Mbl.is á að birta það í heild sinni bæði á ensku og í íslenskri þýðingu þannig að allir lesendur hafi aðgang að því og geti myndað sér skoðun á því ... og já sagt frá henni á mbl.is því út á það gengur þetta blog.is fyrirkomulag. Aldrei frá því þessi miðill var stofnaður hefur verið meiri ástæða til að nýta kosti netsins og þess að geta verið með hlutina í heild sinni í stað þess að hafa bara hluta. Það er svolítið Mogganum til skammar að Kastljós skyldi verða á undan og lesa þar upp í heild sinni langan texta - nokkuð sem blöð og netmiðlar eiga að gera. En það er ekki og seint að bæta um betur - því menn geta ekki sent inn komment á Kastljós - og það er mikilvægt að hafa ensku útgáfuna líka.
Viðbót: Á sama augnabliki og ég birti áskorun mína um að mbl. birti viðtalið - þá kom það í fréttinni (en var þar ekki fyrir); gott mál. Svo ég geri eins og mbl.is og bæti við kommentið:
Árni segir við Darling þegar hann spyr, mjög beint og afdráttarlaust: "Svo réttindi almennings í þessu efni eru að ég tel sextán þúsund pund; og er það upphæðin sem fólk fær?" Þá svarar Árni: "Tja, ég vona að það verði tilfellið. Ég get ekki kveðið skýrt úr um það eða tryggt það núna en vissulega vinnum við að því að leysa úr þessu máli. Við viljum sannarlega ekki hafa þetta hangandi yfir höfði okkar." Allra jákvæðasta túlkunin á þessu er hálfkák. "Tja ég vona" - sem líklega er þýðing á "Well I hope" er ekki sérlega traustvekjandi, hvað þá þegar við bætist þegar Dariling þráspyr um muninn á tryggingum gangvart innlendum og erlendum eigendum innlánsreikninga og Árni er skýrmæltur með ábyrgðina gagnvart íslenskum eigendum en ekki eins skýr gagnvart erlendum eigendum og hváir þegar Darling talar um Northern Rock og þá ábyrgð sem bretar gengust þar í ábyrgð fyrir reikningum í eigu útlendinga.
Alveg sama hvernig menn kjósa að vilja túka það sem Árni sagði - eða vildi sagt hafa - þá er hann hvorki skýrmætlur né afdráttarlaus, en virðist þó skilja þegar Dariling gerir honum grein fyrir alvöru málsins. En hann virtist ekki hafa skilið alvöru málsins í Kastljósviðtalinu sem var tekið við hann í Keflavík. Svo ég spyr enn og aftur: Er maðurinn starfi sínu vaxinn? Ef þetta símtal kostaði fimm til tíu sinnum meira en ríkið fékk við einkavæðingu Símans, er þá ekki ástæða til að huga að afsögn?
Samtal Árna og Darlings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kastjósið stendur undir nafni
Fimmtudagur, 23. október 2008
Ég var að horfa á Kastjósið á netinu sem var rétt að ljúka og þátturinn hefði ekki getað svarað betur þeirri gagnrýni sem greinilega hefur komið fram á umfjöllun RÚV. Við fengum að heyra íslenska þýðingu á símtali milli Árna Matt og Darling og afhverju var Mogginn ekki búinn að birta þetta samtal ef afrit var til? Það kom reyndar ekki fram í Kastljósinu hvar þeir fengu þetta, e.t.v. frá breska fjármálaráðuneytinu, en auðvitað eiga svona samtöl að vera hljóðrituð og til. Það kom reyndar í ljós eins og mann hafði því miður grunað að það var einhver ástæða fyrir viðbrögðum Darling. Reyndar vildi ég gjarnan sjá - og helst heyra - samtalið á ensku, því þetta snýst jú á endanum um það hvernig Darling skildi Árna eða skildi ekki það sem Árni sagði eða hélt hann væri að segja.
En það þarf engum að koma á óvart lengur að Darling hafi skilið samtalið þannig að Ísland væri ekki í þeirri aðstöðu að geta staðið við þær skuldbindingar að innistæður allra væru tryggðar fyrir sem nemur 16.000 pundum! Árni segir að það sé lítið til í trygginarsjóðnum og að þeir séu í erfiðri aðstöðu og þurfi fyrst og fremst að hugsa um innlenda hagsmuni. Hvernig hélt hann að Darling myndi túlka það? Sorry hr. Darling, Björgvin G. laug að þér um daginn og því miður er lítið fé í tryggingarsjóðnum og við verðum að hugsa um innanlandshagsmuni. Halló .... svo sagði Árni í Kastljósi daginn eftir að hann sæi enga ástæðu fyrir því afhverju Darling túlkaði þetta svona!!
Það sem ég skil ekki, er afhverju var þessu ekki fylgt eftir með viðtali víð Árna þar sem Sigmar gat spurt nánar út í þetta. Það var engin fréttaskýring frekari. Hér er stórmál á ferðinni - en sérhvert Kastljós undanfarna daga hefur svosem falið í sér stórmál. En ef einhver ráðherra einhversstaðar í vestrænu ríki yrði uppvís að svona ummælum í formlegu samtali við annan ráðherra - og við skulum átta okkur á því að þetta var ekkert símaspjall heldur formlegt samtals sem greinilega kom að ósk breska fjármálaráðherrans - þá myndi hann segja af sér. Ég á svo sem ekki von á því að hann geri það frekar en aðrir ráðherrar og alls ekki eftir að hafa horft á netinu á Kastljósviðtalið við Geir Haarde sem ber titilinn forsætisráðherra en virðist þó ekki ráða ferðinni. Geir skilur ekki að það er alger forsenda fyrir því að byrja að byggja upp það traust sem hefur glatast síðustu þrjár vikur er að fá nýja bankastjórn í Seðlabankann; hann var alveg skýr með að hann mun ekki víkja bankasjórninni; alveg sama þótt henni hafi mistekist hrapalega á alla mögulega mælikvarða sem hægt er að leggja á störf þeirra manna. Hann er ekki að skilja hvað þarf að gera, en er þó sá ráðherra sem á Íslandi ætti best að skilja efnahagsmál (eins og reyndar kollegi hans Gordon Brown) eftir nærri áratug sem fjármálaráðherra.
Eftir upplestur á samtali Árna og Darling kom frábært viðtal við alvöru sérfræðing sem kennir við einn virtasta hagfræðiháskóla í heimi: Hvernig væri að ríkistjórnin og þá sérstaklega utanríkisráðherra sem hefur persónulega reynslu af London School of Economics hlusti á þennan dáðadreng: Forsætisráðherrann þarf að gerast skýrmæltur, hann þarf að segja upp bankastjórn Seðlabankans og ríkissjórn Íslands þarf að taka hagstjórn á Íslandi úr höndunum á manni sem er búinn að stjórna henni í 17 ár, síðan þarf Geir að ráða alvöru alþjðlegt fjölmiðlaráðgjafafyrirtæki til starfa og fara í herferð erlendis til að koma okkar málstað á framfæri. Og við eigum að fara í mál við bretana. Hvernig væri að ráða þennan mann til starfa í staðinn fyrir Tryggva sem var rekinn eftir stutta viðveru - eða er ekki hægt að hafa neinn í slíku starfi sem er ósammála þeirri feigðarstefnu sem aðal bankastjóri Seðlabankans hefur rekið lengi?
Sem sagt Kastljósið finnst mér hafa verið að standa sig vel - og þar sem ég dvel erlendis þessar vikurnar þá má ég til með að þakka RÚV fyrir að standa sig vel við miðllum á efni bæði útvarpi og sjónvarpi á netinu. Mogginn stendur því miður miklu verr í gagnrýninni umfjöllun og mbl.is er gersamlega vonlaus sem miðill fyrir faglega umfjöllun eða mat á því sem er að gerast. Þar stendur eyjan.is sig miklu betur og af því að mér skilst að einhver hafi verið að skammast út í Silfur Egils - sem var frábært um síðustu helgi, þá vonan ég að allir hafi skoðað þetta stutta myndskeið:
http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bréf frá Brighton
Sunnudagur, 19. október 2008
Í ljósi hamfara í íslensku efnahagslífi ætla ég að byrja að tjá mig aftur hér á Moggablogginu, þótt umfang og umgjörð þessara hamfara sé með þeim hætti að mann setji hljóðan. En Einar Már rithöfundur hefur rétt fyrir sér - við eigum að ræða málin og taka afstöðu, ekki vera í einhverju póstmódernísku afstöðuleysi.
Ég ætla líka að segja aðeins frá lífi mínu sem doktorsnemi við Sussex háskóla nú fram til jóla og deila með ykkur þeim hugrenningum sem leita á mann við það að dvelja mitt á meðal óvinarins. Ég kom hingað til Brighton nokkrum dögum áður en hamfarirnar höfust af fullum krafti. Þurfti að finna mér húsnæði og koma mér fyrir í algerri óvissu með gjaldeyrismál, en það reddaðist allt". Ég er búinn að koma mér fyrir í lítilli íbúð í eldgömlu húsi niðri í miðbæ og horfi útum stofugluggann minn á bílastæðahús aðal Kringlunnar hér í borg. Ekki að sjá að hér sé skollin á kreppa ef marka má fólksfjöldann sem var að versla nú í dag á sunnudegi. Mér hefur tekist að ná í gjaldeyri með því að taka lítið í einu út af debet kortinu mínu - það er það eina sem virkar ennþá. En það dugar og ég hef nóg að bíta og brenna og hef litlar áhyggjur af eigin högum eftir að mér tókst að greiða húsaleiguna fyrir tímann sem ég verði hér. Mér hefur heldur ekki verið hent út úr neinum búðum eða að mér veist, svo að öllu samlögðu þá amar ekkert að hjá mér.
Það er skrítið að vera Íslendingur í Englandi núna. Kannski er bara skrýtið að vera Íslendingur þessa dagana. Aldrei fyrr hefur mér fundist ég eins niðurlægður. Aldrei fyrr hef ég verið í þeirri aðstöðu erlendis að beinlínis skammast mín fyrir hvaðan ég kem. Þvert á móti hef ég oft notið þeirra forréttinda að vera fulltrúi Íslands á erlendri grund í evrópsku samstarfi og hef alltaf verið giska stoltur af minni þjóð og mínu fólki. En nú er ég hnýpinn og niðurlútur eins og kannski þjóðin þegar ég mæti vorkunarfullu tilliti hjá því fólki sem kemst að því hvaðan ég er. Umfjöllunin um Ísland hefur verið með ólíkindum í breskum fjölmiðlum eins og vel hefur komið fram á Íslandi. Framkoma forsætisráðherra Breta var auðvita fordæmalaus og forkastanleg en við skulum ekki halda eitt augnablik að hún hafi verið algerlega ástæðulaus.
Það var svo til að núa salti í sárin að fá háðuglega útreið í kosningum til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. En átti í alvörunni einhver von á að við myndum ná kjöri þegar því hafði verið rækilega komið til skila í alþjóðlegum fjölmiðlum að Ísland væri gjaldþrota? Varla. Við verðum að átta okkur á því að við erum öllu trausti rúin á alþjóðlegum vettvangi akkúrat núna. Hér skiptir ekki öllu máli hvort það vantraust er verðskulað eða ekki - traustið er farið og við þurfum að endurvinna það. Slíkt tekur tíma og kallar á að við séum trúverðug. Það höfum við ekki verið í augum umheimsins og þar komum við að því sem mér finnst vera kjarni vandamálsins: Alger skortur á fagmennsku.
Það er sama hvar okkur ber niður, allstaðar mætir okkur amatörismi. Hrikalegast hefur auðvitað verið að horfa upp á Seðlabankastjóra sem er ekki starfi sínu vaxinn en er samt ekki látinn taka pokann sinn. En það er nú efni í sér pistil. Nú eða hvernig haldið var á samskiptum við alþjóðlega fjölmiðla þessa daga þegar þjóðarskútan sigldi í strand. Enginn talsmaður ríkisstjórnarinnar sem fjölmiðlar gátu rætt við, enginn faglegur fjölmiðlafulltrúi, ekkert teymi þrautþjálfaðra áróðursmeistara að reyna að lágmarka skaðann - nei eintómt áhugamannaleikhús.
Ég íhugaði það um stund á þessum fyrstu dögum þegar óvissan var sem mest hvort ég ætti að hætta við þessa námsdvöl mína hér í Bretlandi og koma mér bara strax heim. Ég ákvað að halda mínu striki því fjárhagslega afkoma mín og minna var ekki í hættu og ég hafði ekkert sérstakt hlutverk við þær björgunaraðgerðir sem nú standa yfir. Starfið mitt er í góðum höndum þeirrar sem leysir mig af og þótt það hafi komið upp vandamál því við höndlum mikið með evrur þá hefur það allt verið leyst farsællega. Ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt að sem flestir haldi sínu striki og láti þessar hamfarir hafa eins lítil áhrif á áætlanir sínar og kostur er. Eftir allar hamfarir heldur lífið áfram, líka eftir þessar hamfarir.
Um helgina hef ég síðan íhugað hvort ég eigi nokkuð að koma heim aftur. Fumið og ráðaleysið - já þessi skortur á fagmennsku á flestum sviðum gerir það að verkum að manni fallast hendur. Er ekki bara best að forða sér frá þessu sökkvandi skipi og neita að taka þátt í að greiða skuldir sem ég ber enga ábyrgð á að hafa stofnað til? En ég ætla að halda mínu striki hér líka. Mitt verkefni verður að stuðla að því að stefnumótun í grunndvallarþáttum þekkingarsamfélagsins á Íslandi verði faglegri - þ.e. stefnumótun í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Um þetta fjallar doktorsrannsóknin mín og það er síst minni þörf fyrir slíkt framlag eftir þessar hamfarir en fyrir.
Síðan ber maður kannski einhverja ábyrgð eftir opinbera þögn og afstöðuleysi. Ég hef unnið að því í sautján ár að greiða götu Íslendinga í evrópsku samstarfi í menntun og rannsóknum og það samstarf hefur reynst gjöfult og jákvætt. Ég hef því orðið mikla reynslu af evrópsku samstarfi og þekki innviði sambandsins betur en margur annar. Mér ber því að taka þátt í þeirri umræðu sem nú hefur fengið aukinn þunga. Þótt mér hafi ekki fundist rétt fram til þessa að tjá mig opinberlega um aðildarumsókn vegna þess að ég er í forsvari fyrir einni af landskrifstofum ESB á Íslandi þá hef ég nú skipt um skoðun. Svo nú tek ég opinbera og einarða afstöðu til þess að Ísland á að sækja um aðild að Evrópusambandinu og það á að gera strax.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.11.2008 kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)