Til hamingju hafnfirðingar .... (og þó)

Hafnfirðingar höfnuðu stækkun í kosningum sem vöktu athygli fyrir mikla þátttöku og það hversu hnífjafnar fylkingarnar voru. Í þessu felst varnarsigur fyrir þá sem voru á móti stækkuninni, en ekki meira en það nema fyrir þá sem voru á móti því einu að stækkunin yrði í Hafnarfirði. Fyrir þá sem eru á móti álversvæðingunni þá var þetta enginn sigur, því nú tvíeflast Suðurnesjamenn og kom fram í fréttum í kvöld að áætlunum verður kannski flýtt þar og byrjað að bræða strax eftir þrjú ár. Þar verða engar kosningar og þar virðist meirihluti bæjarbúa vera áfram um að fá álver. Það sama gildir á Húsavík - þannig að kannski eiga hamingjuóskir dagsins að fara til suðurnesjamanna og húsvíkinga.

Fyrir þá sem berjast fyrir nýrri sýn á íslenskt atvinnulíf og annars konar notkun á okkar verðmætu orku var þetta bara varnarsigur. Kannski örlítið meira. Kannski verður þjóðarsátt um að leyfa bara eina virkjun í viðbót og að svo skuli hætt. Svona eins og þegar alkinn segir, æ bara eitt fyllerý enn og svo er ég farinn á Vog!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kominn með bakþanka?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2007 kl. 00:05

2 identicon

Sjúkdómavæðing, eins og aðrar -væðingar, er eitt af tískuorðunum nú til dags. Ótrúlegustu sjúkdómar líta dagsins ljós og um helmingur fólks virðist oft þekkja helstu einkenni sjúkdómsins og telur sig hafa fengið hann, oft mjög illskeytt form af honum. Hinn helmingurinn sleppur alveg við sjúkdóminn og veit ekkert hvað verið er að tala um þegar minnst er á hann. 

Virkjun straumvatna  hefur verið bætt við á lista sjúkdóma. Sterkasta sjúkdómseinkennið er þegar sjúklingurinn gefur þessa yfirlýsingu "bara eina virkjun í viðbót og svo lofa ég að hætta" segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson (ÁHI)  heimspekingur, evrópuglaðsinni, matgæðingur og löngu farinn úr hárum. ÁHI er svo hárlaus hann væri myndi toppa álskallan fræga - bara ef hann gæfi sig út fyrir að vera álkall!  

Ágúst, þar sem þessi sjúkdómur sem þú bendir okkur hinum á er mjög útbreiddur hef ég pantað handa þér ágæta bók Bruce Cotter sem ber titilinn "When They Won't Quit: A call to Action for Families, Friends and Employers  of HydroPower and Geothermal-Addicted people (Paperback)".

Kær kveðja 

Sveinn

P.s. Aldrei þurfti ég í meðferð!

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Þú hefur eitthvað mislesið pistlana mína í tengslum við kosningar í Hafnarfirði Zuman; ég er í hópi þeirra sem finnst nóg komið af álverum og er ósáttur við þá framtíðarsýn að Faxaflóasvæðið verði stærsta álframleiðslusvæði í heimi. Ég hef almennt ekkert á móti virkjum straumvatna - þegar þess er þörf og aðstæður skynsamlegar. Það er ekki þörf núna við fleiri virkjanir (nema við ráðumst í fleiri álver) og ég held reyndar að við ættum að doka við og leggja áherslu á jarðhitann. Kannski mun svokallað djúpborunarverkefni skila okkur nýjum möguleikum á allara næstu árum og þá þurfum við ekki að taka fleiri erfiðar ákvarðanir um virkjanir, heldur skilja eitthvað eftir af fallvötunum handa börnunum okkar til að leika sér að í framtíðinni.

Ágúst Hjörtur , 2.4.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband