Hvernig framtíð viljum við?

Það er við hæfi að viðamikil skýrsla sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna skuli koma út á föstudaginn langa. Sjálfsagt engin tilviljun heldur. Það er þó full djúpt í árina tekið að draga þá ályktun að mannkynið sé með mengun sinni búið að krossfesta sjálft sig. En við erum í vondum málum ... það eru fréttirnar í þeim upplýsingum öllum sem nú koma frá vísindasamfélaginu. Ekki við verðum í vondum málum er við gerum ekki eitthvað róttækt, heldur við erum í vanda stödd.

Sem Íslendingur getur maður kannski verið nett kærulaus. Hvað með það þótt hlýni? Það verður bara lífvænlegra á Íslandi; sumarið og gróðurtíminn lengist og mannlífið braggast að sama skapi. Hér verður allt orðið skógi vaxið milli fjalls og fjöru aftur eftir tvö hundruð á og landbúnaður þrífst sem aldrei fyrr. Það er ekki laust við að maður taki þátt í þessari tilhlökkun, þótt með samviskubiti sé.

En það er önnur hlið á þessu, sem svolítið er farið að örla á og sem ég er ekki par hrifin af. Rökin eru á þá leið að með öllum þeim skógi sem hér er pláss til að græða upp og verður æ auðveldara eftir því sem hlýnar, gætum við síðan leyft okkur að byggja enn fleiri álver. Ég heyrði ekki betur en húsvíkingar væru að hugsa á þessum nótum. Framlag okkar til þess hvernig tekið verður á loftlagsmálunum á alþjóðvettvangi verður að bjóðast til að nota alla okkar endurnýjanlegu orku til að framleiða ál og annan iðnvarning - af því það verður allt svo vistvæn mengun!

Það sem gerir næstu vikur svo skemmtilegar er að það verður tekist á um alvöru mál í íslenskri pólitík næstu 40 dagana. Hvað sem fólki kann að finnast um þessi flokksbrot og upphlaup af ýmsum toga, þá er núna spurt: Hvernig framtíð viljum við?

... vonandi velta sem flestir því fyrir sér áður en þeir taka ákvörðun um hvern þeir kjósa í kosningunum í vor.


mbl.is Loftslagsbreytingar ógna lífi hundruð milljóna manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil framtíð þar sem hrein orka íslands er virkjuð, vatnsorka, því mun meiri mengun fylgir jarðvarma. Ekki legst ég þó gegn virkjun jarðvarma en kýs þessa forgangsröð. Hvernig orkunni er ráðstafað er svo stóra spurningin. Það skiptir mig litlu hvort það er gert fyrst um sinn í 5-7 álver, þau eru aðeins 2 starfandi í dag og það þriðja að taka til starfa.  Rafokusamningar renna út og þá er staðan endurmetin og hagstæðra verða leitað á ný.  Auðvitað mun aldrei öll orkan fara í álver. Mikið af orku mun af orku fer seinna til að hlaða rafbíla. Hugsanlegt er að rafgreina vatn til að framleiða vetni fyrir vissar tegundir farartæka eins og flugvélar. Vetnisbílar munu ekki geta keppt við rafbíla - það er einfaldlega betra að nota rafmagnið beint þ.e. hlaða því inná rafgeyma og nota þannig.  Vetni gæti samt orðið góður kostur fyrir flugið þar sem það er orkumikið og létt og rafgeymar vonlausir þar.  Íslendingar munu sífellt meir nýta sér orku landsins til hagsbót fyrir okkur öll.  Sjálfsagt mun álverum fækka seinna meir og annað nýta hina endurnýjanlegu orku en þangað til er tilvalið að byggja nokkur álver og eiga góðar og traustar virkjanir frítt og endurráðstafa svo orkunni þegar hentar.  Þetta er glæsileg framtíð sem við eigum á þessu orkumikla landi okkar og þetta er að gerast og mun í þessari röð.  Auk þess höfum við alls konar þekkingariðnað sem er að blómstra líka svo þetta lítur bara bærilega út hjá okkur.  Rannsóknarþjónusta Háskólans er ágætt dæmi um slíkt. "Rannsóknaþjónustan er þjónustustofnun fyrir íslenskt þekkingarsamfélag sem aðstoðar við öflun styrkja til þekkingaröflunar, greiðir fyrir hagnýtingu þekkingar og styrkir getu einstaklinga og samfélagsins til að takast á við verkefni morgundagsins." segir á heimasíðu hennar. 

Orka og þekking mynda saman þekkingarorku framtíðarinnar.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband