Ólafur Ragnar - alltaf í útrás

Enn er Ólafur Ragnar á ferðinni við að koma Íslandi á kortið. Það eru rétt um tveir mánuðir síðan ég bloggaði um forseta í útrás og hann virðist óþreytandi við að kynna okkur og koma okkur á kortið þegar kemur að loftlagsmálum. Ég hef tekið undir þá framtíðarsýn sem hann setti fram í áramótaávarpi sínu og sé ekki betur en í Ohio í gær hafi hann verið að fylgja eftir því sem lofaði að sinna þar.

"Ísland sem tilraunastofna í hnattrænum lausnum." Hljómar nokkuð skynsamlega. Það getur verið hlutverk forseta Íslands að vera með sýn á framtíðina, jafnvel þótt bara rétt um helmingur þjóðarinnar sé kominn á sömu skoðun. En hinn helmingurinn er þó farinn að tala um umhverfisvæn álver ... það er allavega í áttina.


mbl.is Íslenskir háskólar gera samninga við Ohio-háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.