Listina út á götu og fólkið með
Laugardagur, 28. apríl 2007
Gott framtak hjá hópnum sem stendur að List á landamæra: Færum listina út á götu og látum sem flesta taka þátt. Sem flesta hefur reyndar alveg sérstaka merkingu hér, því eitt markmiðið með þessari listahátíð er að draga fram list þeirra sem ekki komast í meginstrauminn og hljóta sjaldnast viðurkenningu fyrir list sína. Ekki síðri list það en mörg hámenningin, án þess þó ég treysti mér út í miklar listaskilgreiningar ... hef ekki lyst á því, eða þannig.
Sem sagt gott mál hjá þeim og ég vona að sem flestir hafi haldist í hendur hringinn í kringum tjörnina. Eigum við ekki að endurtaka þetta 6. ágúst í árlegri kertafleytingu?
Tekið höndum saman umhverfis Tjörnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.