Póstkort frá Feneyjum

Annir og internetleysi hafa komið í veg fyrir blog - en leið mín lá til Feneyja þar sem ég sótti haustfund félagsskapar þeirra sem fást við tækiyfirfærslu frá háskólum í Evrópu. Þetta er þriðja árið sem ég mæti og þegar farið að spyrja hvort ekki verði haldinn fundur á Íslandi. Vonandi árið 2010 svara ég - þegar risinn verður alvöru Vísindagarður á Íslandi.

Kom síðast til Feneyja fyrir aldarfjórðungi. Fátt hefur breyst - nema ég auðvitað og aðstæður mínar og afstaða. Tók þá viturlegu ákvörðun að gista á hóteli stutt frá Markúsartorginu, fremur en einu af ráðstefnuhótelunum upp á þurra landi. Fyrir vikið þurfti ég að labba mikið og enduruppgötvaði Feneyjar ... sem hafa þetta tímaleysi sem maður finnur á fáum stöðum. Hlustaði á fjárbæra strengjasveit flytja Árstíðirnar eftir Vivaldi og heimsótti safn sem er tileinkað þessum syni borgarinnar sem hlaut mjög takmarkaða upphefð í borginni í lifenda lífi - en heldur nafni hennar á lofti í dag.

Fór svo í langan göngutúr eftir morgunhljóðum götum borgarinnar á sunnudegi áður en ferðalag lífsins hélt áfram og kom við í íslenska sýningarskálnum - eins og ég held að sé yfirleitt sagt; en þetta er enginn skáli, heldur heilmikið hús þar sem unnið er að endurbótum en fyrsta hæðin er fyrir sýningu Steingríms Eyfjöðs. Sérstakt þema sem mér fannst rétt að lýsa í ljóði:

Tví ær ingur

Fann íslenska huldukind í Feneyjum
þar var jata, hey, vatn og salt
frá Vegagerðinni
komið um langan veg

Opið út að síkinu stóra
gestir geta komið bæði landleið og sjóleið
ég kom landleiðina fyrstur þennan sunnudagsmorgun
þegar ég heimsótti tvíæringinn
í fyrsta sinn
Huldu maður einn á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

gott þú njótir útlandana minn kæri faðir

Ég er alveg að meika það í þessum blogglestri ha? Er nú bara frekar ánægð með mig, er búin að setja þig í bloggvin og allt hvað eina

Hlakka til að fá þig heim á klakann

Embla Ágústsdóttir, 22.10.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.