Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Afar góðar fréttir

Það er mjög jákvætt ef umrót og þrýstingur undanfarinnar vikna fær því áorkað sem ekki hefur tekist um þriggja áratuga skeið - þrátt fyrir nokkrar tilraunir - að ráðast í að semja nýja stjórnarskrá frá grunni. Meginástæðan er sú að stjórnmálamennirnir sjálfir hafa ekki getað komið sér saman um nýjar leikreglur. Þess vegna er svo mikilvægt að settar verði nýjar leikreglur af hæfu fólki sem valið er sérstaklega til þess verkefnis - og það má ekki vera hið sama fólk og tekur þátt í hinum pólitíska leik. Því er mikilvægt að Alþingi geti ekki stöðvað þá stjórnarskrá sem slíkt þing leggur til - ef þjóðin er hinni nýju stjórnarskrá sammála. Jafnaðarmenn í öllum flokkum verða nú að leggjast á eitt um að útfærslan verði þannig að núverandi ójöfnuður atkvæða komi ekki í veg fyrir að Ísland eignist nýja stjórnarskrá.


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr verður Davíð allur

Maður treystir því að ný ríkisstjón - ef áætlanir allar gagna eftir - verði fljót að hreinsa til í Seðlabankanum og setji þá ekki fyrir sig mögulega eftirmála. Í 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfamanna ríkisins segir svo um lausn frá embætti - þeirra sem skipaðir eru sem embættismenn:

"Rétt er að veita vembættismanni lausn um stundarsakir ef hann hefur sýnt í starfi sínu ... vanrækslu, ... vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri ... eða athafnir í því eða utan þess þykja að örðu leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar því emb ætti sem hann gengir." Þetta er hægt að gera strax á fyrstu klukkustund nýrrar ríkisstjórnar og ætti í raun að vera fyrsta verk Jóhönnu Sigurðardóttur.

Lögin mæla svo fyrir um að þegar mönnum hefur svo verið veit lausn um stundarsakir, þá beri að setja upp þriggja manna nefnd sérfróðra aðila um stjórnsýslu. Kæmi þar vel til greina að fá erlenda sérfræðinga til starfa og ráðgjafar. Þegar sú nefnd væri loks búin að skila af sér - verður hvort heldur sem er væntanlega búið að breyta lögum um Seðlabanka þannig að þar sé einn bankastjóri sem hafi sérþekkingu á bankamálum og hagstjórn og því verði Davíð sjálfkrafa vanhæfur.

Það væri síðan bara hið besta mál ef Davíð færi í mál við ríkið til að krefjast skaðabóta - sama þótt hann myndi vinna það mál og þótt bætur yrðu háar, þá er það hjóm eitt við það sem þessi maður hefur kostað íslenskt samfélag; hvort heldur sem bankabarónarnir hafa rétt fyrir sér og hann klúðraði öllu í október eða fyrir það að hafa leitt hér til öndvegis græðis- og einkavinavæðingu sem er orsök þessar bólu sem sprakk svo illa í andlitið á okkur.


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

smá klapp á bakið ... á mbl.is

Þetta er fín þjónustu hjá ykkur á mbl.is og ég er ekki hissa á að margir nýti sér hana. Í þessu afar óvenjulega ástandi sem verið hefur síðustu vikur hafið þið staðið ykkur vel og þetta form - þ.e. 2-4 mínútna fréttir stuttu eftir að þær gerast - henta afar vel þegar um hraða atrburðarás er að ræða. Ég vona að þið getið haldið þessu áfram.
mbl.is Sjónvarpsfréttir mbl.is vinsælar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Friðrik

Gaman að fá jákvæðar fréttir mitt í þessum pólitískum hremmingum þessara daga. Þetta minnir okkur á að halda áfram í leik og starfi þótt fjármálakerfin hrynji - því lífið heldur jú áfram og frönsk menning er miklu eldri en nokkur banki. Svo til hamingju með þetta Friðrik.
mbl.is Friðrik Rafnsson fær franska orðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei

Þetta var rétt ákvöðun hjá Björgvin - að taka til í Fjármálaeftirlitinu og víkja sjálfur. Hann hefði hins vegar fengið miklu meira pólitískt út úr þessu ef hann hefði gert þetta fyrr - miklu fyrr. Hann hefði átt að gera þetta daginn eftir að forstjóri fjármálaeftirlitsins sagði frá því að hann hefði ekki talið ástæðu til að upplýsa ráðherrann! Það var alveg makalaust og forstjórinn átti að fjúka samdægurs.

En samt; betra er seint en aldrei. Nú er að sjá hvort Sjálfstæðismenn gera það sem þeir hefðu átt að gera fyrir 100 dögum síðan að láta Davíð og Árna Matt fjúka.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirveguð ákvörðun

Það var vandlega yfirveguð ákvörðun sem Geir kynnti nú í hádeginu. Þetta eru mjög skynsamleg viðbrögð hjá honum að stíga til hliðar og skapa ekki óvissu um framhaldið. Með því sýnir hann traust á flokksystkinum sínum og á því að eðlilegt sé að maður komi í manns stað. Þetta mættu aðrir flokksleiðtogar taka sér til fyrirmyndar. Ég óska Geir H. Haarde góðs bata.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmannalegt í ríkisstjórn

Kennarar, háskólamenn og nú ASÍ hafa ályktað sem svo að ríkisstjórnin sé í raun óstarfhæf og því til lítils að ræða við hana. Stór hluti almennings er á sömu skoðun. Þá virðist meirihluti þingmanna vera kominn á þá skoðun að þetta gangi ekki lengur. Það hlýtur því að vera orðið einmannalegt í ríkisstjórninni - sem hefur talið sjálfum sér trú um að hún sé í svo mikilvægum verkum að hún megi alls ekki víkja; já raunar svo mikilvægum verkum að við fáum lítið um þau að vita.

Stjórnmál snúast öðru fremur um fáar einfaldar grundvallarhugmyndir eða lífsafstöðu og síðan traust á frambærilegu fólki til að útfæra þær. Traustið er ekki til staðar lengur eins og ályktanir stéttarfélaganna bera með sér. Það er ekki annað eftir, en forystumenn ríkisstjórnarinnar horfist í augu við þá staðreynd og víki til hliðar úr íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Ræða frestun kjaraviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völd og áhrif í Mosfellsbæ

Flutti í gærkvöldi erindi á fundi hjá félagi Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ - sama erindið og ég flutti fyrir rúmri viku um völd og áhrif í Brussel. Á eftir mér talaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Hann var mér sammála um það að við höfum haft völd og áhrif í Brussel í því samstarfi sem við höfum tekið þátt fram til þessa. En við erum auðvitað ekki sammála um það hvort skynsamlegt sé að Ísland sæki um aðild að ESB eða ekki.

Þetta var býsna skemmtileg reynsla og margar spurningar sem brunnu á þeim fjörutíu sem mættu á fundinn. Ég var ekki í þeim gírnum að reyna sérstaklega að sannfæra Sjálfstæðismenn um að við eigum að sækja um aðild að ESB - heldur að fullvissa þá um að ef við förum inn þá felur það í sér fjölmörg tækifæri. Efast um að mér hafi tekist að sannfæra þá - en það er alveg nauðsynlegt að fólk sem ekki á sömu skoðun hittist. Fylgismenn og andstæðingar ESB aðildar þurfa að gera meira af því að hitta hvorn annan fremur en bara að hittast saman þeir sem eru sammála. Ég allavega tók þátt í slíkri samræðu í kvöld er sáttur eftir það.

Það var einnig áhugavert fyrir mig að fylgjast með hógværri orðræðu Sjálfstæðismanna, bæði um Evrópumálin og almennt um landsmálin. Ég verð að segja Birni Bjarnasyni það til hróss að hann var pollrólegur og lætur ekki flókið pólitískt ástand taka sig á taugum. Hann er fylgjandi því að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði frestað þar til fyrir liggur hvenær verður kosið - því það er óumflýgjanlegt að kosið verði í vor - og þá verði aðalmál landsfundar undirbúningur fyrir kosningar en ekki Evrópumálin. Ég hef það á tilfinninguna að þetta gangi eftir og kannski verða fleiri en Björn Bjarnason sem hætta í pólitík á næstu vikum.


Stjórnlagaþing

Ég hef lengi verið áhugamaður um gagngera endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins og tel að stjórnlagaþing sem skipað er fólki sem kosið er persónubundinni kosningu til þess verks sérstaklega sé best treystandi fyrir því. Þess vegna styð ég eindregið undirskriftasöfnunina Nýtt lýðveldi:

http://www.nyttlydveldi.is.

Sendum áskorun um utanþingsstjórn og stjórnlagaþing! Stöndum saman um nýtt upphaf - nýjar leikreglur - sanngjarnari leikreglur.

Hvet alla þá sem eru þessari nálgun sammála að skrá nafn sitt þarna.


Gjáin milli flokksmanna og forystu Samfylkingarinnar staðfestur í skoðanakönnun

Það sem mbl.is virðist orðið næsta lamaður - þá birti ég hér frétt af vef RÚV þar sem fram kemur að ekki bara hrynur fylgið af Samfylkingunni, heldur hafa 2/3 þeirra sem þó styðja Samfylkinguna snúið baki við ríkisstjórninni. Tölurnar tala sínu máli - en vonin felst auðvitað í því að hægt er að bregðast við þessu og stærsti hópurinn er óákveðnir og óánægðir.

Af vef rúv:

Ný könnun:Fylgi Samfylkingar hrynur

Fylgi Samfylkingarinnar hrynur í tæp 17% samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Framsóknarflokkur bætir verulega við sig og mælist rétt stærri en Samfylkingin. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samtals með 41% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Markaðs- og miðlarannsókna.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist hinsvegar aðeins 24%. Ríflega 90% Sjálfstæðismanna styðja stjórnin en aðeins þriðjungur Samfylkingarmanna. Fylgi Vinstri grænna mælist 28%, Sjálfstæðisflokksins rúm 24%, Samfylkingar tæp 17% en Framsóknar ríflega 17%. Frjálslyndir mælast með 3% og Íslandshreyfingin 2%.

Framsóknarflokkurinn fær 13% á höfuðborgarsvæðinu en 24% á landsbyggðinni. Tæp 8% sögðust vilja kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast.

Könnunin var gerð í gær og fyrradag. 1750  svöruðu. 58% tóku afstöðu. 24% sögðust óákveðin, 11% ætluðu að skila auðu og 3% ætla ekki að kjósa.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.